Lindegaard
Rafael Evans Ferdinand Evra
Scholes Fletcher
Young Rooney Welbeck
van Persie
Bekkurinn: De Gea, Jones, Smalling, Anderson, Chicharito, Cleverley, Powell
ps: Minnum á hashtagið #djöflarnir
Magnús Þór skrifaði þann | 10 ummæli
Lindegaard
Rafael Evans Ferdinand Evra
Scholes Fletcher
Young Rooney Welbeck
van Persie
Bekkurinn: De Gea, Jones, Smalling, Anderson, Chicharito, Cleverley, Powell
ps: Minnum á hashtagið #djöflarnir
Magnús Þór skrifaði þann | 7 ummæli
Nú þegar Chris Smalling og Phil Jones eru komnir tilbaka eftir langa fjarveru ætti það að losa álag á Rio Ferdinand reyndar hefur verið hörkugóður á þessari leiktíð, fyrir utan Tottenham leikinn. Frammistaða miðjumannanna ungu í Meistaradeildinni á þriðjudaginn lofaði góðu, Anderson var mjög duglegur og við þörfnumst þess að hafa hans drifkraft á miðjunni nema planið sé að svæfa andstæðingana. Phil Jones var frábær og erfitt var að sjá að hann væri nýstiginn uppúr meiðslum.
Mark Hughes eyddi töluverðum fjármunum í að styrkja lið sitt í sumar og fékk meðal annars bakvörðinn José Bosingwa á frjálsri sölu frá Chelsea. Einnig leika með QPR okkar fyrrum hetja og jaxl Ji-Sung Park sem keyptur var í haust og hinn tvíburinn Fabio da Silva. Lítið sem ekkert hefur gengið hjá þeim í deildinni og sitja þeir í neðsta sæta með 4 stig og án sigurs. Þeir hafa skorað 9 mörk en fengið á sig 23. Allt leit út um fyrir að Mark Hughes hefði verið rekinn á dögunum en hann slapp við brottrekstur. Hughes mun líklega þurfa stig í þessum leik ef hann ætlar að halda starfinu. Gæti samt verið verra ef hann væri hjá Chelsea hefði hann verið rekinn í ágúst.
Ég spái 3-0 sigri okkar manna í þessum leik.
Mögulegt byrjunarlið:
Lindegaard
Rafael Ferdinand Smalling Evra
Carrick Anderson Cleverley
Rooney
van Persie Chicharito
Svo viljum við benda á lesendum okkar sem eru virkir á Twitter að nota hashtagið #djoflarnir ef þið eruð að tísta um leikinn á meðan honum stendur. Bestu tvítin verða svo birt hér á þessari síðu í leikskýrslu og mögulega á fleiri stöðum.
Hér er það áhugaverðasta sem við lásum í þessari viku:
Beautifully Red sýnir okkur það helsta úr leik United gegn Norwich og United gegn Galatasaray
Hernandez er að njóta ávaxtanna af skipulagðri hvíld í sumar
Hverjir skipta máli þegar kemur að því að fá miða á stærsta útileik vetrarins?
Oliver Holt með fína grein um Pep Guardiola
The Guardian hrósar Powell eftir leik United gegn Galatasaray
Edwin van der Sar var ráðinn til Ajax
Sam Robinson skrifar um ‘Alvöru aðdáendur’
Kenny Morgans lifði af flugslysið í München en ferill hans beið þess aldrei bætur
Skemmtileg tíst:
https://twitter.com/AndyMitten/status/271009586901839872
https://twitter.com/JohnBrewinESPN/status/271017456825430016
https://twitter.com/AltFootball/status/271209539985096704
https://twitter.com/FootballFact101/status/271219311346081792
Vídeó:
Gary Neville velur sitt lið í ‘5 gegn 5’ fótboltaleik
Fyrir þá sem skoða okkur á Facebook:
Facebook hefur tekið upp þá stefnu að fyrirtæki sem nota „Pages“ þurfi að borga fyrir hverja stöðuuppfærslu til þess að ná til aðdáenda sinna. Þetta þýðir að núna eru bara um það bil 10-15% af þeim sem hafa sett „like“ á síðuna okkar sem sjá þetta í News Feed hjá sér.
Ef þú vilt halda áfram að fylgjast með því sem við erum að deila, svo sem nýjum pistlum hér á raududjoflarnir.is sem og fleira skemmtilegt, þá þarftu að fara á síðuna okkar og lengst til hægri er mynd af tannhjóli (við hliðina á „liked“ og „message“). Með því að smella á það og velja svo „add to interest lists“ ætti ekkert að fara framhjá þér. Það skal koma fram að þetta verður ekki til þess að færslurnar komi á „News Feed“ heldur þarf að velja þennan „interest list“ til að sjá færslurnar.
Magnús Þór skrifaði þann | 7 ummæli
Eins og byrjunarliðið sannaði þá fengu ungu strákarnir að njóta sín og meðalaldurinn á varamannabekknum ekki hár.
Fyrsta skot leiksins átti hinn ungi Nick Powell sem markvörðu Tyrkjanna greip auðveldlega. Nick Powell var svo tæklaður gróflega af Felipe Melo sem slapp við spjald. Skömmu seinna áttu heimamenn hörkuskot sem Lindegaard varði. Semih Kaya fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Alex Büttner sem var á hörkusprett upp völlinn. Felipe Melo virtist vera á sérdíl hjá dómaranum, gæti verið kominn með 3 gul spjöld fyrsta hálftíma leiksins en fékk ekkert. Lindegaard varði aftur vel hörkuskot frá Altintop. Nick Powell átti svo skalla í slánna eftir fyrirgjöf frá Anderson. Fínn fyrri hálfleikur og fjörugur undir lokin en staðan samt sem áður markalaus.
Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og bæði liðin sóttu, Galatasaray fengu hornspyrnu eftir að Lindegaard varði vel skalla frá síbrotamanninum Felipe Melo. Og uppúr horninu skoraði Yilmas fínt mark með skalla, 1-0. Ekki ókunn staða fyrir United að vera undir á þessu tímibili. Leikurinn var áfram mjög opinn og ungu strákarnir voru að spila ágætlega, sérstaklega Jones sem var sterkur í vörninni og Anderson sem var allt í öllu hjá okkur á miðjunni og flestar sóknirnar fóru í gegnum hann. Hann fór síðar af velli og Kiko Macheda kom inn fyrir hann og Nick Powell fór af velli og fyrir hann kom Ashley Young. Heimamenn voru svolítið í því að leika og reyna að fiska. En dómarinn sá í gengum þá. Markaskorarinn Yilmas fékk svo gult fyrir leikaraskap en vildi fá víti. Hinn norski Joshua King kom inn fyrir Welbeck sem oft hefur spilað betur á 85. mínútu.
Leiknum lauk með sanngjörnum sigri heimamanna en gaman að sjá unga leikmenn spreyta sig og vonandi fáum við að sjá svipaða uppstillingu gegn í lokaleik riðilsins gegn Transilvaníu mönnunum Cluj á Old Trafford.
Menn leiksins: Anders Lindegaard, Phil Jones og Anderson.
Magnús Þór skrifaði þann | 4 ummæli
Lindegaard
Rafael Jones Carrick Büttner
Fletcher Anderson
Cleverley Powell Welbeck
Chicharito
Þetta er líklega tígulmiðja þar sem Powell verður fremstur og Fletcher aftastur.
Bekkur: Sam Johnstone, Ashley Young, Kiko Macheda, Scott Wootton, Larnell Cole, Marnick Vermijl, Joshua King.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!