Maggi, Ragnar og Hrólfur settust niður og fóru yfir nýlokaðan félagaskiptaglugga og leikjaplan mánaðarins. Mason Greenwood málið bar líka á góma.
Rauðu djöflarnir á:
MP3 skrá: 108. þáttur
Magnús Þór skrifaði þann | Engin ummæli
Maggi, Ragnar og Hrólfur settust niður og fóru yfir nýlokaðan félagaskiptaglugga og leikjaplan mánaðarins. Mason Greenwood málið bar líka á góma.
Rauðu djöflarnir á:
MP3 skrá: 108. þáttur
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | 2 ummæli
United mætti Nottingham Forest á Old Trafford í seinni leik undanúrslita Carabao Cup, enska deildarbikarsins. Erik Ten Hag stillt upp sterku liði gegn Nottingham Forest, Tom Heaton fékk þó að byrja sem og Garnacho. Þá var gaman að sjá Sancho og Martial aftur í leikmannahópi United þrátt fyrir að það þeir væru bara á bekknum. United var 3-0 yfir eftir fyrri leik liðanna sem fór fram á City Ground, heimavelli Forest.
Varamenn: De Gea, Malacia, Maguire, Lindelöf, Martial, Mainoo, Pellistri, Rashford, Sancho
United menn byrjuðu leikinn betur og voru talsvert betri aðilinn framan af. Það reyndist þó erfitt fyrir United að skapa sér færi, United fóru mest megnis upp vinstri kantinn þar sem Garnacho var mjög sprækur og Luke Shaw fór upp og niður eins og rennilás. Það var eiginlega bara eitt færi á fyrstu 30 mínútum leiksins og það koma eftir aukaspyrnu frá Luke Shaw á 29. mínútu, bakvörðurinn sendi boltann á fjærstöng þar sem Casemiro var mættur en Hennessey varði skalla Casemiro. Stuttu seinna fékk Brennan Johson mjög fínt færi eftir að Forest tók hratt innkast og vörn United virtist ekki hafa tekið eftir því, þar sem Johnson rölti inn á teiginn en Tom Heaton varði vel. Á 43. mínútu komust Forest í sókn og boltanum var spyrnt fyrir markið, þar var Johnson tilbúinn en setti boltann í samherjann sinn Surridge sem mögulega bjargaði United. Seinasta færið í fyrri hálfleiknum fékk Wout Weghorst þegar Casemiro sendi boltann fyrir markið og hávaxni hollendingurinn skallaði boltann í stöngina.
Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill, Forest menn lágu djúpt og beittu skyndisóknum og fengu tvö fín færi. United áttu í erfiðleikum með að brjóta niður vörn Forest manna, United þó 3-0 yfir og ekkert stress fyrir United menn sem voru bara faglegir í fyrri hálfleiknum. United menn vildu snemma í fyrri hálfleiknum fá vítaspyrnu þegar Garnacho fór niður í teignum, það hefði verið hægt að réttlæta víti en þó ekki pjúra víti.
Síðari hálfleikurinn byrjaði alveg eins og sá fyrri ekkert mikið um færi og United liðið talsvert betra. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum náði Wout Weghorst boltanum af McKenna. McKenna sem ætlaði að hreinsa boltann sparkaði í Weghorst og héldu allir á vellinum að United væri að fá víti, dómarinn dæmdi þó ekkert og VAR hleypti honum ekki í skjáinn. Fáránlegur dómur og þarna hefði United svo sannarlega átt að fá víti. Fimm mínútum síðar átti Garnacho fínan sprett inn á teig en skot hans varið af Hennessey. Á 61. mínútu gerði Erik Ten Hag þrefalda skiptingu, Rashford, Martial og Sancho komu allir inn á í stað Garnacho, Weghorst og Antony. Við skiptinguna ómaði Sancho, Sancho, Sanchooo um Old Trafford. United vildi aftur fá vítaspyrnu eftir fína sókn United þar sem Rashford féll eftir baráttu við Boly en snertingin var ekki mikil. Við skiptingarnar koma meira líf í United, Casemiro átti fínt skot sem Hennessey varði eftir góðan samleik Rashford og Martial, Bruno fékk þá fínt skotfæri eftir sendingu frá Martial en Martial var þó réttilega dæmdur rangstæður eftir að skot Bruno fór framhjá.
Á 73. mínútu vann Casemiro boltann á miðjunni og sendi boltann inn fyrir á Martial, hann sendi boltann á Rashford sendingin þó léleg sem gerði það að verkum að McKenna náði að renna sér fyrir skot Rashford. Boltinn hrökk þó aftur fyrir Martial sem renndi honum í netið, 1-0 fyrir United. Tveimur mínútum síðar óðu United menn aftur í sókn, Sancho kom boltanum á Bruno á hægri kantinum. Bruno með fína sendingu á fjærstöng þar sem Rashford var mættur og setti hann aftur þvert fyrir markið og Fred aleinn á marklínunni mjaðmaði boltann yfir línuna, 2-0 United. Mikið líf sem kom með varamönnunum þremur. Á 80. mínútu gerði Ten Hag svo tvær skiptingar til viðbótar, Lindelöf og Maguire komu inn á í stað Varane og Casemiro, Lindelöf virtist koma beint inn í stöðu Casemiro. Á 82. mínútu fengu Forest menn skyndisókn, Danilo fékk fínt skotfæri en Tom Heaton varði vel. Ekki mikið annað markvert gerðist í leiknum og United fer sannfærandi á Wembley eftir samanlagt 5-0 sigur á Forest.
Það er ekki mikið um þennan leik að segja, United menn voru afslappaðir og Forest menn virtust ekkert ætla að gera leikinn nokkuð spennandi. United virtust ætla að sigla bara leiknum í 0-0 jafntefli en við innkomu Sancho, Rashford og Martial breyttist leikurinn og það koma aðeins meiri gredda í United fram á við. Að lokum var þetta mjög þægilegur og verðskuldaður 2-0 sigur og fagmannleg frammistaða United staðreynd. United mun mæta Newcastle í úrslitum Carabao Cup þann 26. febrúar á Wembley, það verður mjög athyglisverður leikur, þar sem fyrsta dolla Ten Hag með United gæti komið í hús.
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | Engin ummæli
United mætir Nottingham Forest á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar á Old Trafford, í seinni leik undanúrslita enska deildarbikarsins. United sigraði fyrri leik liðanna 3-0 þar sem Rashford, Weghorst og Bruno skoruðu í talsvert þægilegum sigri. Leikurinn á morgun ætti því þannig séð að vera formsatriði, þriggja marka tap á heimavelli er bara hreinlega ekki í boði. Með sigri í einvíginu mun United mæta Newcastle í úrslitum á Wembley og í boði hinn margrómaði Carabao Cup, þann 26. febrúar.
Næsti leikur United er gegn Crystal Palace næsta laugardag og gæti vel verið að Erik Ten Hag myndi hvíla nokkra lykilmenn. Undirritaður hefur þó nokkrum sinnum spáð því að Ten Hag muni hvíla leikmenn en svo ákveður hann sjaldan að gera það. Í leiknum gegn Reading síðustu helgi bættist við á meiðslalista United þegar Christian Eriksen lenti í hrottalegri tæklingu frá Andy Carroll og verður frá í nokkra mánuði. Ég mun spá því að Ten Hag leyfi sér að hvíla Casemiro hvort sem það er að taka hann snemma útaf eða byrja honum ekki.
Ég mun spá því að við fáum McFred miðju enda fullkominn til þess að drepa leiki og 0-0 væri alveg fínt, McTominay er þó eitthvað tæpur en McFred miðjan er samt spá mín. Kannski fáum við að sjá byrjunarliðsleik frá Kobbie Mainoo en samt ólíklegt. Þá langar mig að spá því að Sancho byrji þó að mér finnist það ólíklegt en ætla og að Rashford hvíli. Luke Shaw er þá búinn að vera með smá flensu þannig hann fær örugglega áframhaldandi hvíld.
Ég veit ekkert hvernig Forest mun stilla upp, hvort þeir ætli að reyna að sækja til sigurs eða hvort þeir fari inn í þetta með hugan frekar við deildina og hvíli lykilleikmenn. Morgan Gibbs-White þeirra sprækasti maður er meiddur skv. Fotmotb og verður a.m.k. ekki með.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 1 ummæli
Aðeins ein breyting frá síðasta leik, Maguire kemur inn fyrir Martínez. Enginn Sancho sjáanlegur
Varamenn> Heaton, Martínes, Varane, Williams, Fred (57′), Mainoo (73′), Pellistri (68′), Elanga (73′), Garnacho (68′)
Nokkur kunnugleg nöfn úr fortíðinni hjá Reading:
United var eins og við mátti búast mun sterkara liðið og sótti verulega en Reading bakkaði vel. Færin komu, vörnin blokkaði skot Eriksen eftir að Lumley hafði varið aukaspyrnu frá Rashford og Antony skaut rétt framhjá fjær, ekki í fyrstaskipti sem við sjáum svoleiðis skot frá honum, og ekki það síðasta því hann reyndi aftur rétt á eftir, í það skiptið fór skotið yfir því hann var að reyna að koma boltanum yfir Lumley. Þetta hlýtur að fara að koma hjá honm.
Nauðvörn Reading var að virka, næst þegar þeir blokkuðu skot Eriksen sem var frír við vitateignn eftir flotta rispu Rashford vinstra megin. United átti greiða leið þeim megin og þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Rashford hafði tekið bakvörðinn út úr leiknum og átt auðvelda fyrirgjöf.
Næst kom svo Antony upp hægra megin og það endaði á skoti Bruno yfir.
Næst var það VAR sem hindraði, Marcus Rashford kom boltanum í netið en Wout Weghorst var rangstæður í undirbúningnum. Skemmtilegt mark en telur ekki. Eins var VAR ekki gott við United, Hoilett fór í Casemiro inni í teig en það var ekki talið brot.
Reading voru alveg lausir við reyn að sækja og United komst auðveldlega inn í allar sendingar og sóknartilraunir þeirra og átti að vera búið að ganga frá leiknum. En það var næstum Reading sem tók forystuna á síðustu mínúm seinni hálfleiks þegar boltinn var allt í einu inni í teig United, Malacia reyndi að taka boltann niður og þá kom Hoilett og skaut af tánum á Malacia. De Gea varði en þetta var aðeins of hættulegt.
Núll núll í hálfleik.
United byrjaði mun hægar í seinni hálfleik en á móti kom að þegar eitthvað loksins gerðist var það mark. Þversending frá Eriksen, boltinn til Antony sem átti frábæra sendingu inn í teiginn á Casemiro sem hélt aftur af varnarmanni og skoraði. Geysilega snyrtilega afgreitt hjá honum, 1-0 á 55. mínútu.
Og Casemiro bætti við marki innan við þremur mínútum síðar. Fred sem var nýkominn inná fyrir Eriksen lagði boltann fyrir Casemiro úti á velli, Casemiro tók tilhlaup alveg óhindraður og sveigði boltann laglega inn úti við stöng. Vörn Reading föst við teiginn og einn þeirra setti hárið í boltann og breytti kannske stefnu boltans um millimeter.
Eriksen þurfti annars að fara útaf eftir klippitæklingu frá Andy Carrol sem hefði átt að sjá gult fyrir það, og fékk svo loksins gult fyrir groddalegt brot á Malacia. Heppinn þar og augljóst í hvað stefndi því aðeins örfáum mínútum kom hann í skriðtæklingu á Casemiro og tók hann niður eftir að Casemiro var búinn að losa sig við boltann enda sá hann Carrol koma á óstöðvandi skriði. Ævintýralega heimskulegt og hann var heppinn að það vara bara seinna gula en ekki beint rautt.
Og tveim mínútum seinna hélt brasilíska ævintýri kvöldsins áfram, horn, Bruno með sendingu inn á teiginn og Fred kláraði með glæsilegri hælspyrnu.
Þá gerði Ten Hag breytinguna, Rashford missti af tækifærinu að skora í tíunda heimaleiknum í röð og Bruno fór útaf sömuleiðis en Pellistri og Garnacho komu inná. Ekkert gefið eftir í sóknarleiknum þar.
En Reading minnkaði muninn. Aukaspyrna úti á velli, sending inn á teiginn og Mbengue kom óáreittur og skallaði inn. Slæleg dekkning.
Síðastu skiptingarnar komu svo þegar Casemiro og Weghorst fóru útaf og Elanga og Mainoo komu inn á .
Reading voru búnir að vera mun frískari eftir að Carroll var rekinn útaf og nokkrar skiptingar og sóttu á, án þess þó að ógna of mikið og United stóð það af sér og sótti svo út leikinn.
Antony átti að skora fjórða markið einn móti markmann þegar sendingin kom frá Garnacho en ran til og kiksaði.
En eftir streð í fyrri hálfleik var sá einni fínn, Casemiro með tvö mörk, Fred með eitt og Antony maður leiksins, samba!
Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann | Engin ummæli
Manchester United tekur á móti Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á Old Trafford kl 20:00 annað kvöld. United gerði sér lítið fyrir og vann Everton 3-1 í næstsíðasta leik þeirra bláklæddu undir stjórn Frank Lampard í síðustu umferð á meðan gestirnir í Reading lögðu Watford að velli með mörkum í uppbótartíma í sitthvorum hálfleiknum.
Á blaði gæti margur sagt að United hafi fengið auðvelda viðureign en bikarleikir hafa þá rómantík að þeir einfaldlega eru annars eðlis en hefðbundnir deildarleikir. Það væri þó afar lélegt af okkur að ganga út frá því að þetta verði léttur leikur því við höfum oftar en ekki brennt okkur á að vanmeta andstæðingana, sérstaklega þegar þeir fá að spila á „stóra sviðinu“. En þráhyggjukenndur sigurvilji Erik ten Hag er svo sterkur að hann einn og sér ætti að duga til að koma okkur áfram inn í næstu umferð bikarsins en lítum fyrst á mótherjana.
Fótboltafélagið Reading hefur verið atvinnumannalið frá árinu 1895 og spilar á Madejski vellinum sem tekur rúmlega 24 þúsund manns í sæti. Liðið er undir stjórn Paul Ince, fyrrum leikmanni Manchester United og Liverpool, en hann tók við liðinu 19. febrúar á síðasta ári. Hann þekkir það að vinna titla og hefur einnig gert það sem knattspyrnustjóri því árið 2008 vann hann tvennuna með MK Dons, þ.e.a.s. vann Football League Trophy og League Two og kom þeim þannig beint upp í c-deildina.
Hins vegar hafa síðustu ár ekki reynst honum auðveld því næst tók hann við Blackburn Rovers en sú saga endaði þegar þeir lágu á Old Trafford 5-3 einungis hálfu ári eftir að hann tók við stjórn þar. Þá snéri hann aftur til MK Dons en entist ekki nema ár þar, tók við Notts County, Blackpool og að lokum Reading á síðasta ári.
Hjá Reading hefur ekki gengið neitt gífurlega vel en liðið rétt bjargaði sér frá falli úr Championship deildinni í 21. sæti en eitthvað virðist ganga betur í ár en liðið var lengi vel meðal efstu liða og eftir fyrstu 13 umferðirnar var liðið í 4. sæti. En síðan þá hefur tekið að halla undan fæti og í dag situr liðið í 14. sæti deildarinnar. Síðustu leikir hafa ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir en liðið hefur einungis unnið tvo af síðustu sjö leikjum.
Þeir leikmenn Reading sem hvað mestan spilatíma hafa fengið á tímabilinu eru þeir Jeff Hendrick, Andy Yiadom og Tom Ince, sonur stjórans, en þeir eru allir komnir komnir yfir þrítugt. Erik ten Hag ætti því að sjá sér leik á borði og leyfa ungu, snöggu leikmönnunum að spreyta sig í þessum leik enda spilar þetta lið mikið upp á föst leikatriði sem er þeirra helsti styrkleiki fram á við en einnig talsverður veikleiki .
Paul Ince stillir ýmist upp í 3-5-2 eða 3-4-2-1 með vængbakverði en mögulega munu þeir spila með þá dýpra og vera þéttir til baka, sérstaklega miðað við að þeir verða á útivelli.
Það er áhugavert að velta fyrir sér liðsuppstillingunni fyrir leikinn því um er að ræða annan bikarleikinn af þremur í röð og heil vika í næsta deildarleik. Það er ærið verkefni fyrir Erik ten Hag að finna jafnvægi milli þess að hvíla leikmenn og halda þeim frá meiðslum annars vegar og hins vegar halda þeim í leikformi fram að næstu helgi þegar deildin fer aftur af stað.
Það væri að mínu mati óskynsamlegt að hrófla ekkert við liðinu því ten Hag hefur sýnt það að hann getur róterað liðinu og samt knúið út sigur þrátt fyrir að bekkurinn sé ekki eins sterkur og hann hefði viljað, rétt eins og við sáum í leiknum gegn Arsenal.
Ég myndi þó halda að ákveðnir einstaklingar þyrftu að spila og sumir þyrftu að fá hvíld. David de Gea ætti að fá hvíld en tel samt sem áður að hann byrji. Varnarlínunni verður breytt og mögulega verður Martinez látinn hvíla til móts við Varane sem ekki byrjaði gegn Nottingham Forest í vikunni. Annars spái ég liðinu svona:
Á meiðslalistanum eru þeir Dalot, Donny, Tuanzebe og Martial.
Eins og svo oft áður þá er gaman að líta til sögu þessara tveggja liða saman en af síðustu 22 leikjum sem United og Reading hafa att kappi hefur Reading einungis unnið einn og það var fyrir 96 árum síðan. Erik ten Hag hefur einnig tekist að breyta Old Trafford í ógnvænlegt virki og reynist liðum heimsókn í Leikhús draumanna oft líkari martröð þessa dagana og vonandi heldur það áfram.
Leikurinn hefst 20:00 og á flautunni verður Darren England.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!