Í langan tíma hefur það verið draumur fyrir aðdáendur Manchester United, bloggara og tístara að fá alvöru íslenskt United stuðningsmannablogg. Ónefndur klúbbur, í nágrenni við Manchester, hefur í allnokkur ár haldið úti glimrandi fínu bloggi hér á landi og hafa aðstandendur þess oft varpað þeirri spurningu á United menn hvers vegna þeir séu ekki með sitt eigið blogg.
Fyrir um það bil mánuði síðan var eins og síðasta púslið smylli inn, fimm saman ákváðum við að láta slag standa og erum við núna tilbúnir með þessa síðu. Við hvetjum ykkur heimsækja sem oftast, gefa okkur ykkar álit, vera virk og taka þátt í umræðum og fjörinu með okkur. Við vonum að þið séuð ánægð með þetta framlag og að þessi síða veiti okkur öllum skemmtilegan vettvang til að ræða hluti tengda United.
Við höfum verið að skrifa hér í smá tíma þannig að nú þegar er til góður skammtur af efni til að renna yfir og við munum síðan kappkosta að flytja fréttir hér um leið og þær berast okkur!