Erik Ten Hag gerði talsvert fleiri breytingar á byrjunarliðinu gegn Wolves en kannski búist var við fyrir leik. Það kom engum á óvart að Marcus Rashford væri kominn aftur í byrjunarliðið eftir að hafa sofið yfir sig fyrir leikinn gegn Wolves. Það hefur þó líklegast komið einhverjum á óvart að Lindelöf og Maguire kæmu inn í vörnina í stað Varane og Malacia, Luke Shaw færði sig þá aftur í vinstri bakvörð. Ætli óvæntustu fréttirnar hafi þó ekki verið að Donny van de Beek hafi komið inn í byrjunarliðið í stað Antony. Þá var undirritaður einnig búinn að lofa að Phillip Billing yrði ekki með Bournemoth í upphitun sem birt var í gær en hann var mættur ferskur til leiks rúmlega mánuði fyrr en FotMob hafði tjáð undirrituðum.
Liðin
United:
Bekkur: Heaton, Martínez, Malacia, Varane, Dalot, Fred, McTominay, Elanga, Garnacho.
Bournemouth:
Bekkur: Plain, Stephens, Stacey, Zemura, Rothwell, Dembele, Pearson, Lowe, Moore.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði talsvert rólega en United stýrðu leiknum ágætlega fyrstu tíu mínúturnar án þess þó að ógna marki Bournemouth að einhverju viti. United átti erfitt með að finna einhverjar glufur á vörn Bournemouth enda var uppspil djöflanna ansi hægt. Bournemouth virtist vera með mjög einfalt leikplan í upphafi leiks, sitja djúpt og beita skyndisóknum. United fékk aukaspyrnu út á vinstri kantinum á 22. mínútu, Eriksen slengdi boltanum fyrir, þar var Casemiro mættur á nærstöngina og smellti boltanum í netið. Mjög gott mark og það er afskaplega ánægjulegt að liðið er farið að skora úr föstum leikatriðum.
Eftir markið urðu Bournemouth menn aðeins líflegri en sóknartilburðir þeirra hálf máttlitlir. United voru þó enn sterkari aðilinn en uppspilið en talsvert hægt. Á 33. mínútu á United menn álitlega sókn þegar að Bruno sendi boltann fyrir á Rashford sem tók hlaupið á fjærstöng en fyrirliði Bournemouth Lloyd Kelly rétt náði að komast fyrir áður en Rashford potaði boltanum í markið. Tveimur mínútum síðar var Casemiro rifinn niður í d-boganum og United fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Eriksen tók aukaspyrnuna en af veggnum fór boltinn og afturfyrir endamörk. Fjórum mínútum fyrir hálfleik rann miðvörðurinn Senesi til og fór hálf groddaralega í Donny van de Beek, leit ekki vel út og alls ekki viljaverk hjá Senesi en smá undarlegt að Senesi hafi ekki fengið gult spjald. Donny van de Beek þurfti að fara meiddur af velli eftir þessa tæklingu og Garnacho kom inn á í hans stað. Þetta var svona u.þ.b. það seinasta sem gerðist í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 í hálfleik, United í vil.
Seinni hálfleikur
Á 49. mínútu spiluðu United sig glæsilega út úr vörninni en pressuðu hátt, United og aðallega Luke Shaw prjónuðu sig í gegnum pressuna. Boltinn endaði hjá Garnacho sem renndi boltanum fyrir markið þar sem Shaw var mættur til að binda endahnútinn á sóknina sem hann byrjaði með laglegu innanfótarskoti, 2-0 United glæsileg byrjun á seinni hálfleik. Á 52. mínútu gerðist mjög furðulegt atvik, Shaw braut af sér fyrir framan teig Bournemouth, varnarmaður Bournemouth flýtti sér að taka aukaspyrnuna og þrumaði boltanum í samherja sinn sem lá í jörðinni eftir brot Shaw. Varnarmaður Bournemouth greip boltann og augljós hendi en Salisbury dómari ákvað að taka ekki fyrstu sendinguna sem gilda, mjög undarlegt. Þremur mínútum síðar átti Casemiro góða sendingu inn í teig og Martial í mjög góðu skallafæri en skallaði boltann framhjá.
David De Gea þurfti svo að vera vel vakandi á 58. mínútu þegar Billing reis manna hæst í teig United og skallaði tiltölulega beint á De Gea upp úr því fengu Bournemouth annað skallafæri og aftur varði De Gea. Orrahríðinni var ekki lokið því hálfri mínútu seinna komst Anthony leikmaður Bournemouth skotfæri en aftur var spánverjinn í marki United vel á verði. Bournemouth vaknaði aðeins við þessi færi og byrjuðu að færa sig upp á skaftið, United menn virtust hafa róast talsvert of mikið við mark Shaw. Á 68. mínútu ákvað Ten Hag að gera þrefalda breytingu Fred koma inn á í stað Eriksen, Diogo Dalot koma inn á í stað Wan-Bissaka og Elanga koma inn á í stað Elanga. Martial var sendur beint inn í búningsklefa eftir að hafa verið tekinn útaf, vonandi ekkert alvarlegt.
Eftir breytingarnar var kominn mikill hraði í framlínu United, við það sköpuðust mörg tækifæri til skyndisókna en það var ekki fyrr en á 78. mínútu sem eitthvað gerðist eftir skyndisókn. Bruno koma boltanum á Fred fyrir framan vítateig, í stað þess að þruma boltanum yfir á Ethihad renndi Fred boltanum á Garnacho sem tók skæri köttaði inn og setti boltann í fjærstöngina, mjög góð tilraun. Þremur mínútum síðar á Diogo Dalot fínt skot sem var varið í horn upp úr horninu koma Bruno boltanum á Garnacho sem átti fínt skot en Travers varði. Á 83. mínútu vildu United menn fá hendi eftir að Diogo Dalot setti boltann inn á teiginn, Salisbury hristi hausinn og Bournemouth menn fengu hraðasókn sem varð til þess að Anthony fékk fínt færi en setti boltann blessunarlega framhjá. Mínútu síðar fékk Bruno ágætis skotfæri, boltinn fór af varnarmanni og í Travers og United fékk hornspyrnu. United tók hornspyrnuna stutt og ekkert virtist ætla að verða úr henni enda boltinn kominn aftur á miðjulínu. Þá ákvað Shaw að smella boltanum langt þar sem Bruno var í hlaupi á fjær. Bruno setti hann viðstöðulaust fyrir þar sem Rashford var aaaaaleinn og renndi boltanum í netið, 3-0. Geggjuð sending hjá Shaw sem virtist vera orðinn örlítið þreyttur eftir mikla spretti í leiknum.
Lisandro Martinez koma síðan inn á í stað Lindelöf beint eftir markið. United menn voru ekkert hættir og talsvert af hálf færum, Bruno átti t.a.m. hættulega sendingu fyrir sem Travers komst inn í þegar Rashford var við það að pota honum í netið. Bournemouth fengu svo færi í næstu sókn þar sem De Gea varði vel. Bournemouth menn fengu horn, tóku það stutt og fyrirgjöfin small í slá United. Stuttu síðar flautaði Salisbury dómari til leiksloka og 3-0 loka niðurstaða.
Að lokum
United menn byrjuðu frekar hægt og óttaðist maður að það væri einhver gamlársdagsþynnka í mönnum. Eftir fyrsta markið varð þetta þó þægilegra og Bournemouth menn gátu ekki lagst jafn djúpt. United menn stjórnuðu leiknum algjörlega og Bournemouth fóru ekki að skapa færi fyrr en eftir annað mark Shaw. Það verður líka að hrósa United fyrir uppspilið í því markið en það er einmitt mark sem 15mm Erik Ten Hag bolti gefur manni. Shaw var svo arkitektinn að þriðja markinu en sendingin hans í því marki var stórbrotin. Fyrri hálfleikur frekar tíðindalítill en seinni hálfleikur talsvert opinn og skemmtilegur.
Þetta var þægilegur sigur fyrir Manchester United sem þetta átti líka að vera en ekkert er gefið í ensku úrvalsdeildinni. Bournemouth fengu nokkur fín færi og betra lið hefði líklegast refsað. Menn leiksins voru að mínu mati Shaw og Casemiro, Shaw átti annað markið skuldlaust og stóran þátt í því þriðja, auk þess að vera sprækur svona fram að 70 mínútu þegar hann virtist vera örlítið þreyttur. Casemiro er orðinn lykilmaður fyrir United og efasemdir um aldur og form horfnar. Hann stjórnaði miðjunni og svo skoraði hann fyrsta markið sem var ekki verra.
Micheal Salisbury gerði svo sem engar stórar skissur í leiknum og ekkert sem breytti útkomu leiksins. Mér þótti hann þó oft taka rangar ákvarðinir og ekkert sérstaklega gegn öðruhvoru liðinu, en maður fann alveg fyrir því stundum að þetta var ellefti leikurinn sem hann dæmir í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur er gegn Everton í hinni elstu og virtustu (FA cup) þann 6. janúar. Eftir það fáum við Charlton í 8-liða úrslitum Carabao cup 10. janúar. Næsti leikur í úrvalsdeildinni er svo gegn nágrönnunum í Manchester City þann 14. janúar. Stíft prógram framundan og enginn tími til þess að slaka á.