Brotthvarf Rashford fyrir Alejandro Garnacho var eina breytingin á byrjunarliðinu síðan í leiknum gegn Nottingham Forest í vikunni. Luke Shaw var sem sagt áfram valinn sem vinstri miðvörður, sem hlýtur að fá Harry Maguire til að velta fyrir sér stöðu sinni. Viktor Lindelöf var á bekknum eftir veikindi.
Þau voru ekki mörk dauðafærin í fyrri hálfleik, það besta fékk trúlega Anthony Martial rétt fyrir lok hálfleiksins þegar hann hitti ekki boltann í skallafæri. Wolves spilaði skipulagða vörn, lokaði svæðunum vel og beitti þokkalegum skyndisóknum.
Erik ten Hag skipti Garnacho út fyrir Rashford í hálfleik auk þess að segja leikmönnum United að þeir þyrftu að leggja sig 10% meira fram til hið minnsta til að kreista fram sigurinn. Rashford kveikti ekkert í sóknarleiknum fyrst en smám saman þyngdist sókn United. Á 76. mínútu prjónaði hann sig í gegnum Úlfahjörðina eftir þríhyrningaspil við Bruno Fernandes og skoraði með skoti í nærhornið.
Hann skoraði aftur átta mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir eigin skoti sem var varið. Boltinn hrökk hins vegar af hönd hans og markið því dæmt af.
Í stað þess að innsigla sigur United gafst Wolves færi á að hafna. Það tókst næstum í uppbótartíma en góð viðbrögð David de Gea í skalla eftir hornspyrnu bjargaði sigrinum. Maguire fékk síðan nokkrar mínútur í uppbótartímanum en varla nokkuð nálægt því sem 80 milljóna maður væntir. Rashford hefur á móti skoraði fimm sigurmörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður og er annar tveggja leikmanna ensku úrvaldsdeildarinnar sem hefur afrekað það.