Maggi, Bjössi og Ragnar settust niður og ræddu brottför Cristiano Ronaldo og það tíðindi að Glazer fjölskyldan sé loksins tilbúin til að hlusta á tilboð í klúbbinn.
Magnús Þór skrifaði þann | 6 ummæli
Maggi, Bjössi og Ragnar settust niður og ræddu brottför Cristiano Ronaldo og það tíðindi að Glazer fjölskyldan sé loksins tilbúin til að hlusta á tilboð í klúbbinn.
Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann | 2 ummæli
Það var óumflýjanlegt. Cristiano Ronaldo hefur komist að samkomulagi við Manchester United og er hann frá og með deginum í dag laus undan samningi. Eftir allt fjaðrafokið og fréttaflóðið í kjölfar viðtals Portúgalans við Piers Morgan á dögunum var það ljóst að Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. Án efa eru margir sem sitja súrir og hefðu flestir viljað að endurkoma hans hefði endað með öðrum hætti en það þýðir lítt að velta því fyrir sér úr því sem orðið er.
https://twitter.com/ManUtd/status/1595107357159297029
Þá er spurningin, mun Manchester United kaupa leikmann í hans stað í janúar og er sá leikmaður að spila í Katar um þessar mundir?
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | 5 ummæli
United mætti í heimsókn á Craven Cottage í dag klukkan 16:30. Ten Hag gerði nokkrar breytingar frá byrjunarliðinu gegn Aston Villa í miðri viku. Casemiro, Eriksen, Shaw, Elanga, Martinez og De Gea komu allir inn í liðið. United voru aðeins með 8 leikmenn á bekk og þar af tvo markmenn en lið mega hafa níu leikmenn á bekknum. Ronaldo, Sancho og Antony voru allir fjarri góðu gamni og því bekkurinn frekar þunnskipaður. Það vakti mikla athygli að Ten Hag valdi að setja Malacia í hægri bakvörð, þar sem Dalot var að taka út leikbann vegna fjölda gulra spjalda. Það virðist sem svo að Aaron Wan-Bissaka eigi ekki engudkvæmt í lið United undir stjór Ten Hag.
Svona stilltu Fulham og United upp liðum sínum í upphafi leiks:
Varamenn:Bishop, Dubravka, Maguire, Fred, Van de Beek, McTominay, Iqbal og Garnacho
Fyrri hálfleikurinn byrjaði fjörlega þar sem bæði lið ætluðu greinilega að setja mark sitt á leikinn sem fyrst en fyrir bæði lið voru sendingar á síðasta þriðjungi vallarins vandamál. Cairney átti skot að marki United sem fór af Tyrell Malacia og breytti örlítið um stefnu en De Gea skildi löppina eftir og varði vel, þó skot sem hann átti algjörlega að verja. Á fjórtándu mínútu vann Casemiro boltann á miðjum vellinum og koma honum á Eriksen sem koma honum á Martial, Martial lagði hann á Bruno sem reyndi skot rétt fyrir innan vítateig sem fór beint í Issa Diop. Boltinn hrökk á fjærstöng þar sem Christian Eriksen. var mættur eins og hrægammur og tæklaði boltann í netið. Erikesen að skora sitt fyrsta mark fyrir United og fyrsta sinn síðan 1995 sem Dani skorar fyrir United en þá skoraði Peter Schmeichel gegn Rotor Volgograd.
Eftir markið þá slökuðu United aðeins á og Fulhamm menn fóru að pressa hátt upp á völlinn og reyndist það United mönnum erfitt að spila sig út úr þeirri pressu. Þrátt fyrir að Fulham menn hafi verið aðeins betri þá náðu þeir lítið að skapa sér færi. Wilson komst í mjög fínt færi þar sem David De Gea varði vel en það hefði þó aldrei talið þar sem Wilson var rangstæður. Þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður fék Anthony Martial mjög fínt færi eftir undirbúning Bruno, Martial reyndi að setja boltann undir Leno, og tókst það, en boltinn hafði nokkra viðkomu í Leno og gat þýski markmaðurinn því auðveldlega náð boltanum sem stefndi löturhægt í átt að marki. Í uppbótartíma fékk United aukaspyrnu á miðlínunni þeir voru fljótir að senda boltann langt þar sem hann endaði við endalínu hjá Elanga sem settann til baka á Bruno sem etti hann fastann fyrir markið þar kom Eriksen á öðru hundraðinu en setti boltann rétt framhjá. Það var það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleiknum, sprækur fyrri hálfleikur en færin stóðu þó á sér.
United fékk mjög fínt færi eftir tveggja mínútna leik þegar Elanga komst í fínt færi en Leno varði boltinn hrökk til Rashford en varnarmaður komst fyrir skot hans. Nokkrum mínútum fékk Vinicius svo gott færi hinu meginn vellinum þar sem hann náði að snúa sér inn í vítateig en De Gea varði vel, Fulham fékk hornspyrnu og úr hornspyrnunni fékk Tim Ream fínasta skallafæri en De Gea varði aftur vel. Fulham enn mjög sprækir og Ten Hag ákvað að skipta Elanga útaf á 55 mínútu fyrir McTominay. Fimm mínútum eftir skiptinguna missti Bruno boltann hátt á vellinum og United fámennir til baka, Cairney setti boltann fastan fyrir þar koma Daniel James sem hafði nýlega komið inn á, setti boltann í netið og jafnaði leikinn.
Næstu tíu mínútur voru Fulham bara talsvert betri og fengu nokkur hálffæri, þá gerði Ten Hag sína aðra breytingu er hann skipti Martial útaf fyrir Garnacho. United frískaðist aðeins við það og fór að pressa meira en náði lítið að skapa sér, Scott McTominay fékk fínasta skallafæri á 83 mínútu en skallaði boltann yfir. Það fór síðan verulega að draga af liðinum en þegar ein mínúta lifði eftir af leiknum fór United í sókn sem endaði á því að Eriksen stakk boltanum inn á Garnacho sem sýndi að hann væri enn með nóg bensín á tanknum náði boltanum og laumaði boltanum í fjærhornið, 2-1 fyrir United. Paul Tierney flautaði svo leikinn af um leið og Fulham tók miðjuna.
United voru hálfsofandi og þreyttir í þessum leik, spurning hvort leikurinn í miðri viku hafi verið að segja eitthvað til sín. Fulham voru mun sprækari eiginlegan allan leikinn en áttu í stöðugu basli að mynda sér alvöru færi, United fékk alveg sénsa til þess að loka nánast leiknum eftir að hafa komist í 1-0 en náðu því ekki og Fulham refsaði þeim. Það leit allt út fyrir það að liðin ætluðu að skilja jöfn en Garnacho hélt nú heldur betur ekki og bjargaði því að öll þrjú stigin færu með norður til Manchester. Þetta var síðasti leikurinn fyrir HM og mjög ljúft að geta gengið inn í það frí með sigur á bakinu. Það var líka mjög mikilvægt fyrir United að vinna þar sem Newcastle og Tottenham unnu bæði sína leiki og því mikilvægt að missa þau ekki of langt frá sér. Paul Tierney átti fínan leik og leyfði leiknum að fljóta vel, United menn vildu fá víti í seinni hálfleik þegar Garnacho fór niður inn í teig en hefði kannski verið full harður dómur. Það verður áhugarvert að sjá hvernig United kemur til baka eftir HM-frí og vonandi að liðið fari að loka leikjum þegar þeir komast yfir.
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | Engin ummæli
United heimsækir Fulham í síðast leik sínum fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember. Fyrir þessa umferð var United 3 stigum á eftir Tottenham í fjórða sæti og 4 stigum á eftir Newcstle en United á leik til góða á bæði þessi lið. Það er nauðsynlegt að United endi fyrri hluta mótsins á góðum nótum og helst sem næst liðunum í 3 & 4 sæti. Gestgjafar United um helgina eru Fulham menn sem hafa staðið sig ágætlega á tímabilinu en þeir sitja í 9.sæti með 19 stig jafn mörg stig og Liverpool. Það virðist sem svo að Fulham sé að hugsa um. að halda sér í úrvalsdeildinni í ár sem er ólíkt þeim þar sem undanfarin ár hafa þeir ásamt Norwich fullkomnað þá list að; gjörsamlega ganga frá Championship deildinni, komast í úrvalsdeildina, ekki geta neitt þar og falla.
Fulham heimsótti Manchester City í síðustu umferð, þar hafði City betur 2-1 eftir að Haaland skoraði úr víti í blálok leiksins. Þess má þó geta að Fulham menn voru manni fleiri meginþorra leiksins eftir að Joao Cancelo var rekinn útaf í fyrri hálfleik. Sömu helgi tóku United menn á móti Aston Villa og það fór ekkert sérlega vel, en það má í raun segjst að United hafi bara verið lélegir. United vann þó Aston Villa í vikunni en liðin mættust í Carabao cup núna á fimmtudaginn og voru mjög sprækir í seinni hálfleik þar. Fulham fékk væna hvíld í vikunni þar sem þeir duttu út í síðustu umferð Carabao Cup í ágúst eftir 2 – 0 tap gegn Crawley Town.
Mér finnst mjög líklegt að Erik Ten Hag geri einhverjar breytingar frá liðinu sem mætti Aston Villa í miðri viku, t.a.m. myndi ég telja að Harry Maguire fái sér sæti á bekkinn og Martinez komi inn í byrjunarliðið. Ætli De Gea, Luke Shaw, Casemiro og Eriksen komi ekki allir inn í byrjunarlið United þá eru einhver efasemdir um hvort að Sancho eða Antony verði tilbúnir fyrir leikinn en ef Antony er tilbúinn þá kemur hann eflaust líka inn í byrjunarliðið. Ef þeir verða enn fjarri góðu gamni þá tel ég góðar líkur á því að Garnacho fái traustið eftir góða frammistöðu gegn Aston Villa í Carabao Cup. Ég ætla hins vegar að spá því að Antony verði kominn til baka og spá liðinu því svona:
Samkvæmt Fantasy Premier League appinu þá mun Mitrovic ekki spila úrvsalsdeildar leik fyrr en eftir HM og það er örugglega fínt fyrir United að hann sé fjarri góðu gamni. Andreas Pereira mun þó að öllu líkindum byrja og spila í fyrsta sinn gegn United síðan hann fór frá félaginu síðasta sumar (já hann var seldur frá United síðasta sumar, ég veit að manni líður eins og það sé lengra síðan). Ætli fyrrum félaginn okkar DJ (Daniel James) fái að spreyta sig eitthvað kannski ekki mjög líklegt að hann byrji en alveg ágætis líkur á að hann fái einhverjar mínútur.
Ég sagði það áðan að það væri nauðsynlegt fyrir United að enda fyrri hluta mótsins á góðum nótum og sem næst liðunum í 3 & 4 sæti. Það er ekki bara nauðsynlegt heldur á United að vinna lið eins og Fulham frekar þægilega þó þetta sé á útivelli. Þó að Fulham sé í 9 sæti þá eru einungis 3 lið sem hafa fengið á sig fleiri mörk (fyrir þessa helgi) og það eru Bournemouth, Leicester og Nottingham Forest. Þannig ef United ætlar sér að næla í Meistaradeildarsæti á þessu ári og kannski gera það með ögn meiri ró en t.d. tímabilið 2019-2020 þá verða þeir að vinna svona leiki. United hefur haft frekar gott tak á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en liðin hafa mæst 30 sinnum og United hefur unnið 21 sinni en Fulham einungis þrisvar. Leikurinn hefst klukkan 16:30 að íslenskum tíma og er það Paul Tierney sem flautar leikinn af stað á Craven Cottage.
Martial síðast þegar hann mætti á Craven Cottage
Björn Friðgeir skrifaði þann | 2 ummæli
Liðið gegn Aston Villa er komið og nokkrar breytingar frá síðasta leik gegn einmitt Aston Villa. Martial kemur í byrjunarlið en Harry Maguire gerir það einnig og spilar við hlið Lindelöf í hjarta varnarinnar.
Lið United
Varamenn: Garnacho (62′), Elanga (62′), Eriksen (62′) Casemiro(80′) Martínez(86′)
Lið Aston Villa
Þetta er svo sem ekki mest spennandi leikur fyrirfram sem hægt er að ímynda sér en fyrri hálfleikur var dræmari leikur en nokkuróttaðist. United var mikið breytt og ekki margir af þeim sem fengu sénsinn í kvöld sýndu neitt mikið sem gæti komið þeim inn í aðalliðið.
En ef það var ekki nokkuð færi í fyrri hálfleik sem segja þurfti frá, var sá seinni eins gjörólíkur og hægt var.
Það voru rétt liðnar tvær mínútur af honum þegar Villa komst í gegn, Ollie Watkins fékk sendingu inn fyrir, lék inn í teig og lyfti boltanum yfir úthlaupandi Dúbravka. 1-0 Villa.
En það tók United bara eina og hálfa mínútu að jafna. Lindelöf gaf 50 metra sendingu inn fyrir vörnina, Bruno náði boltanum og gaf þvert og Martial skoraði frá miðjum teig.
Meiri hasar á innan við fjórum mínútum en í öllum fyrri hálfleik. United var nokkuð betri eftir þetta, en þurfti þó ekki mikið til á 61. mínútu, Villa sótti upp, Ashley Young lék upp að teig og sendi yfir á fjær stöng þar sem Leon Bailey var óvaldaður, skallaði að marki, og Diogo Dalot rak fótinn í boltann og stýrði honum framhjá Dúbravka.
Ten Hag gerði þá þrjár breytingar, Fred, Van de Beek og Martial fóru útaf og Garnacho, Elanga og Eriksen komu inná. Skömmu síðar komst Rashford inn í teig og náði ekki alveg að leggja fyrir sig boltann nógu vel, skot hans fór rétt framhjá. En það liðu bara nokkrar mínútur þangað til honum tókst betur upp, hann skallaði inn í teiginn, vörn hreinsaði áður en Eriksen komst að en Rashfort hirti boltann, hristi af sér Mings og Chambers, stóð í fæturnar og skoraði svo með flottu skoti.
Þetta var eins og að horfa á tvo mismunandi leiki. Fyrri og seinni hálfleik. Villa gerðu sitt til að gera þetta spennandi en United sóttu samt meira, Bruno tók snúning í teignum og skot sem Olsen varði í horn, Maguire skallaði beint á Olsen úr horninu, hann kýldi frá og United hélt uppi pressunni og þetta allt endaði á langskoti Bruno sem sleikti stöngina utanverða.
Villa fékk færi mínútu síðar en Watkins missti boltann frá sér til Dúbravka. Þetta var dýrt því Bruno kom United yfir í næstu sókn. Olsen gaf boltann beint á Garnacho sem sendi á Bruno, hann lagði boltann fyrir sig, skaut, og Mings kom á skriði og boltinn fór af honum og inn . 3-2 fyrir United eftir 78 mínútur.
Garnacho var búinn að spila mjög vel og var nálægt því að skora gull af marki með að spóla upp kantinn og inn í teig, en skotið fór af varnarmanni og í horn.
Ten Hag er alltaf hrifinn af því að reyna að þétta liðið með skiptingum og Casemiro kom inná fyrir Rashford. En United var samt áfram betra liðið ólíkt sumum fyrri skiptum þegar varnarsinnuð skipting hefur komið. Lisandro Martinez fékk svo síðustu mínúturnar fyrir Lindelöf.
Scott McTominay var næstum búinn að skora, fékk frábæra sendingu frá Christian Eriksen en skaut í slá af vítateigslínu. Rétt á eftir skallaði Eriksen sjálfur yfir. Og það var svo McTominay sem gulltryggði sigurinn þegar nokkrar sekúndur voru komnar framyfir 90 mínúturnar, Garnacho kom með snilldar sendingu langt utan af kanti, inná teiginn framhjá vörninni og McTominay kom á flugi og setti sólann í boltann. 4-2.
Leon Bailey var stálheppinn að ekki var VAR í leiknum, lenti í útistöðum við Martínez og endaði á að ýta honum og sparka í hann, dómarinn aá líklega bara höndina.
Síðasta orðið í leiknum átti Robin Olsen sem hafði verið arfaslakur, en allt í einu tókst honum vel upp, varði aukaspyrnu Bruno yfir. En United komst á endanum auðveldlega áfram. Marcus Rashford var maður leiksins, en Garnacho er alveg stórkostlega skemmtilegur og Christian Eriksen er svo frábærlega útsjónarsamur. Meira að segja McTominay leit vel út við hliðina á Erikse
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!