Erik ten Hag gerði engar breytingar á liðinu frá sigrinum gegn Southampton, þegar margir bjuggust kannski við því að Casemiro myndi hefja leik.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði svona ágætlega rólega en þó fínt tempó hjá báðum liðum og frekar mikið jafnræði meðal þeirra en lítið um færi. Christian Eriksen fékk hálffæri en setti boltann fram hjá og Dewsbury-Hall átti þá skot úr aukaspyrnu af frekar löngu færi sem David De Gea greip, annars gerðist ekki mikið annað fyrstu 20 mínúturnar. Það var hins vegar á 23 mínútu þegar fyrst dróg til tíðinda í leiknum, Danny Ward markmaður Leicester hreinsaði boltann frá marki sínu, United vann fyrsta boltann og Bruno Fernandes stakk boltanum inn fyrir á Marcus Rashford sem stakk honum því næst á Jadon Sancho sem rölti framhjá Ward og lagði hann þægilega í netið, 1-0 fyrir United.
Eftir markið fór United að taka örlítið yfir leikinn og fékk nokkur hálffæri, Sancho fékk líklegast besta færið fyrir utan þegar hann skoraði eftir flottan undirbúning frá Rashford átti Sancho skot innan úr vítateig en í varnarmann Leicester og þaðan lak boltinn í hendur Danny Ward. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum brögguðust Leicester menn aðeins og fóru aðeins að sækja en sköpuðu sér þó ekki neitt almennilegt færi en það kristallast kannski best í xG tölfræði þeirra í fyrri hálfleik en xG-ið þeirra var 0.03. Barnes átti fínt skot fyrir utan teig sem fór yfir og Leicester fékk eina álitlega aukaspyrnu hægra meginn við vítateig United en ekkert varð úr henni. Staðan í hálfleik 1-0 og ekki mjög mikill glamúr yfir fyrri hálfleik en 1-0 ágætlega verðskulduð staða en ekki mikið meira en það. United sýndi þó á köflum í fyrri hálfleik flott spil þó að það vantaði oft loka hnykkinn til þess að það spil myndi skila góðu færi. Þess má geta að á 15. mínútu mátti heyrast vel í United stuðningsmönnum „We want Glazers out“ og það heyrðist reyndar mjög vel allan leikinn í United stuðningsmönnum á pöllunum.
Seinni hálfleikur
United menn komu sprækir út úr leikhléi en eftir um 5 mínútna leik fengu Leicester menn hraðri sókn og braut Martinez á Dewsbury-Hall u.þ.b. 7 metrum fyrir utan vítateig, Maddison tók aukaspyrnuna og De Gea þurfti að hafa sig allan við til þess að koma í veg fyrir mark. Eftir þetta byrjuðu Leicester menn að taka völdin á leiknum. Á 56 mínútu gerði ten Hag sína fyrstu skiptingu, Casemiro kom inn í stað Anthony Elanga. Leikurinn róaðist aðeins eftir að Casemiro kom inn á en Leicester þó enn þá líklegri aðilinn. Leicester fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað í kringum 60. mínútu en skot Maddison beint í varnarvegginn. Cristiano Ronaldo kom inn á fyrir Jadon Sancho eftir u.þ.b. 20 mínútna leik í seinni hálfleik. Hann átti tvö hættulegustu færi seinni hálfleiks annars vegar þegar hann klippti boltann rétt framhjá úr frekar þröngu færi og svo þegar Bruno stakk honum inn fyrir en í þröngu færi skaut hann boltanum framhjá eiginlega þannig að maður spurði sig hvort hann væri að senda boltann fyrir. Þrátt fyrir að Leicester væru mögulegra líklegri þá gekk þeim bölvanlega að skapa sér einhver færi. Undir lokinn þá var tilfinningin að United myndi mögulega skora annað markið þar sem Leicester voru farnir að setja marga menn fram. Það var þó enginn United maður sem ógnaði marki Leicester undir restina en Iheanacho var hársbreidd frá því að setja boltann í eigið net eftir að fyrirgjöf Bruno fór af honum og rétt yfir markrammann. Í uppbótartíma fékk Leicester eitt prýðisfæri en James Justin hamraði þá boltanum langt upp í stúku sem reyndist seinasta færi heimaliðsins.
Að lokum
Leikurinn spilaðist talsvert eins og gegn Southampton, United voru betri aðilinn heilt yfir og Leicester var í bölvuðu basli við að skapa einhver færi. United gerði þetta þó spennandi með því að setja ekki mark númer tvö, því miðað við spilamennsku Leicester þá voru þeir aldrei að fara skora meira en eitt mark. Vörnin hjá United var skipulögð og góð en það þarf meiri ákveðni og fókus fram á við til þess að gera út um leik líkt og þennan. Mér fannst menn stundum hálf kærulausir á vallarhelmingi Leicester í seinni hálfleik eins og að staðan væri 3-0 en ekki 1-0. Það er þó hægt að hugga sig við það að United sé búið að halda hreinu tvo leiki í röð og vinna tvo leiki á útivelli í röð og virðast vera orðnir betri í að drepa leiki sem er eitthvað sem hefur vantað síðastliðin ár. Casemiro kom örlítið ryðgaður inn á en spilaði sig jafnt og þétt inn í leikinn, verður áhugavert hvort hann byrji þann næsta, McTominay stóð sig þó vel í þessum leik þrátt fyrir að hann hafi verið sá sem braut á Maddison á stórhættulegum stað. Þá virðist miðvarðarpar United fyrir tímabilið algjörlega vera geirneglt og það er ofboðslega gaman að vera með miðvörð eins og Varane sem les leikinn gríðarlega vel.
United heldur nú heim með níu stig eftir fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni og útlitið talsvert bjartara en eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins. United tekur svo á móti toppliði Arsenal næsta sunnudag og liðið þarf þá standa sig talsvert betur en í leiknum gegn Leicester til þess að vera fyrsta liðið til þess að vinna Arsenal á tímabilinu. Það er þó ekkert að óttast United þekkir það vel að kippa Arsenal niðrá jörðuna þegar að þeir halda að þeir séu ósigrandi (mynd að neðan fyrir þá sem ekki muna.)
xG leiksins
United: 1.26
Leicester: 0.55
Liðið