Liðið í fyrsta leik vetrarins komið
Varamenn: Heaton, Malacia, Varane, Wan-Bissaka, Garner, Van de Beek, Elanga, Garnacho Ronaldo
Björn Friðgeir skrifaði þann | 10 ummæli
Liðið í fyrsta leik vetrarins komið
Varamenn: Heaton, Malacia, Varane, Wan-Bissaka, Garner, Van de Beek, Elanga, Garnacho Ronaldo
Zunderman skrifaði þann | Engin ummæli
Manchester United lauk um helgina undirbúningstímabili sínu með tveimur leikjum á tveimur dögum gegn spænskum liðum en hafði þar áður leikið fjóra leiki í Tælandi og Ástralíu. Æfingaleikirnir voru frumsýning nýs þjálfara, Erik ten Hag. Hér er það helsta sem stendur upp úr eftir leikina.
4-0 á móti Liverpool er alltaf 4-0 á móti Liverpool. En það má ekki ofmetnast. United hafði æft viku lengur og þrjú markanna komu hjá aðalliði United gegn hálfgerðu unglingaliði Liverpool. United vann næstu tvo en engan síðustu þriggja.
Í nokkur ár hefur virst ljóst að United veitti ekki af hæfileikaríkum varnartengilliði. Sumarið hefur allt farið í að eltast við Frenkie de Jong sem enn virðist ekki ljóst hvort vilji koma. Kjaradeila upp á þriðja milljarð króna er enn óleyst. Það er því útlit fyrir nokkrar vikur af framhaldssögu sumarsins.
Umboðsmaður Cristiano Ronaldo virðist haf vafa verið á Eurorail í sumar, eins og hver annar nýstúdent, í von um að finna skjólstæðingi sínum nýtt félag en án annars árangurs en verða Ronaldo til minnkunar. Hvert stórliðið á fætur öðru: Chelsea, Bayern München, Atletico Madríd hefur lýst því yfir að einn mesti markaskorari heims henti ekki leikstíl þess eða sé of dýr. Eftir stendur nánast bara United.
Á meðan hefur Ronaldo misst af æfingatímabili United og þarf að aðlagast nýjum leikstíl. Þrátt fyrir að hafa skorað 24 mörk í fyrra er ljóst að Ronaldo er ekki sami leikmaður og áður, hann er hægari, lengur að koma sér í skot en áður. Það sást t.d. gegn Vallecano á sunnudag, þótt hann virtist falla ágætlega inn í spilið.
Niðurlægingin fyrir heimatilbúinn vandræðagang hans virðist því ætla að verða sú að hann byrji nýtt tímabil sem varamaður Anthony Martial.
Hæpið verður að teljast að nokkur nýju leikmannanna byrji gegn Brighton. Helst yrði það Tyrrell Malacia ef Luke Shaw er ekki heill heilsu. Lisandro Martinez og Christian Eriksen hafa trúlega æft oft stutt. Það þýðir að breytingarnar verða sú að Martialmætir upp á topp og Viktor Lindelöf og Harry Maguire hafa skipt um miðvarðarstöður. Ekki er þó útilokað að Eriksen geti keppt við Bruno Fernandes um sæti.
Frá fyrsta leik hafa verið vísbendingar um að æfingar ten Hag séu að skila sér. Vera má að Ralf Rangnick sé faðir þýsku gagnpressunnar en liðið einfaldlega meðtók ekki stílinn í fyrra. Í sumar hefur liðið verið tilbúnara að mæta andstæðingum sínum framar.
Í sóknarleiknum má oft sjá laglegt þríhyrningaspil. Boltinn helst á jörðinni og gengur vel. Nokkur færi hafa fengist upp úr horn- og aukaspyrnum.
Engir nýir sóknarmenn hafa bæst við, enda forgangsatriði að koma Rashford, Bruno, Martial og Sancho í gang. Þeir hafa átt kafla en ekki verið stöðugir frekar en of oft áður. Helgin sýndi líka að það vantar breidd í framlínuna.
Sjö miðverðir eru nú á launaskrá hjá Manchester United, æskilegt væri að fækka þeim. Phil Jones var skilinn eftir heima til að æfa og var aldrei í hóp í æfingaleikjunum. Axel Tuanzebefór meiddur heim. Raphael Varane hélt áfram að glíma við meiðsli og miðað við liðsvalið í sumar virðist hann ekki með byrjunarliðssæti, þrátt fyrir að hafa verið talinn skásti miðvörður liðsins síðasta vetur.
Viktor Lindelöf hefur fengið mínúturnar en Eric Bailly hefur vakið eftirtekt, einkum í fyrsta leiknum þar sem hann sinnti miðvarðahlutverkinu fyrir tvo þar sem Alex Telles var við hliðina á honum. Bæði Maguire og Lindelöf litu illa út í markinu sem United fékk á sig gegn Melbourne, voru alltof hægir á móti skyndisókn. Bailly er fljótur og sterkur, mögulega býður hann United fleiri kosti heldur en Lindelöf, ef ten Hag tekur til við að skera niður.
Fjórir miðjumenn yfirgáfu Manchester United í sumar. Fred, Scott McTominay, Bruno og Eriksen virðast leiðtogarnir miðað við núverandi ástand.
Donny van de Beek gleðst eflaust yfir að spila á ný undir tenHag en hann hefur þó lítið sýnt í sumarleikjunum sem bendir til að hann muni berjast um byrjunarliðsæti. Trúlega væri hans besta staða sem eins konar super-sub, hann virðist lunkinn við að koma sér í færi eftir að hafa komið inn á. Hann fellur ágætlega inn í þríhyrningaspilið. Miðað við að hann spilaði næst flesta leiki – og næst flestar mínútur í ferðinni – virðist þetta líklegt hlutverk hans.
Hannibal Mejbri verður vart treyst fyrir aðalliðinu en er orðinn of góður fyrir U-23 ára liðið svo trúlega færi best á að hann yrði lánaður. James Garner meiddist í æfingaferðinni og náði meðal annars þess vegna ekki að sanna að hann ætti heima í United í vetur.
Það gæti líka þrengt að Garner að Charlie Savage og ZidaneIqbal gripu tækifærin í æfingaferðinni báðum höndum. Savagespilar sem djúpur á miðjunni og loks er kominn fram einstaklingur úr þeirri fjölskyldu sem sent getur boltann, því Savage getur vel hitt á samherja af tug metra færi. Iqbal hefur á móti næmt auga fyrir stuttum sendingum og þröngum svæðum sem eflaust er ten Hag að skapi. Trúlega verða þeir báðir lánaðir frekar en spila með varaliðinu.
Alex Telles virðist ekki hafa glóru um hvar hann á að standa varnarlega og með kaupunum á Malacia virðast dagar hans á Old Trafford taldir. Vel má vera að Aaron Wan-Bissaka sé tilbúinn að berjast fyrir stöðu sinni en miðað við að hann var ekkert með um helgina, í hans stað Ethan Laird sem stefnir á lán, bendir til þess að sú barátta sé glötuð. Brandon Williams var skilinn eftir heima.
En talandi um Laird – hann leit nokkuð vel út um helgina. Vonandi farnast honum vel í láni.
Facundo Pellistri, Amad og Tahith Chong hafa allir fengið sinn skerf af mínútum á æfingatímabilinu, Amad þó flestar. Þeir nýttu þær allir ágætlega þótt þeir hafi ekki endilega sannað að á þá sé treystandi fyrir aðallið United í vetur. Þeir verða því líklega lánaðir áfram.
Alejandro Garnacho spilaði ekkert fyrr en hann byrjaði inn á gegn Vallecano á sunnudag. Hann virðist tilbúinn að taka næsta skref, spænska liðið þurfti alltaf 2-3 varnarmenn til að stöðva hann þegar hann var kominn á ferðina.
Nýr stjóri vekur bjartsýni, einkum eftir brotlendinguna í fyrra, en hafa verður í huga í fyrsta lagi að alltaf tekur tíma að koma að nýjum hugmyndum og aðferðum, í öðru lagi að ekki hafa orðið stórkostlegar breytingar á leikmannahópnum, samanber að varla verður neinn nýr leikmaður í byrjunarliðinu gegn Brighton. United er því ekki á leið í neina titilbaráttu, eins og yfirleitt undanfarinn áratug verður markmiðið að komast í Meistaradeildina. Góður árangur í bikarkeppni væri bónus.
„Danmörk tapaði – lífið vann“ er ein besta blaðafyrirsögn allra tíma. Áhorfendur í bæði Osló og Manchester klöppuðu þegar Christian Eriksen mætti til að taka hornspyrnur. Það halda allir með Christian Eriksen. Hann ætti að verða góður fyrir klefann hjá United – fyrir utan að hann er drullugóður leikmaður enn.
Halldór Marteins skrifaði þann | 8 ummæli
Manchester United hefur staðfest kaup á argentínska leikmanninum Lisandro Martínez frá Ajax. Lágvaxinn en áræðinn leikmaður með góðan vinstri fót sem getur spilað bæði í vörninni og á miðju.
https://twitter.com/manutd/status/1548669013273747457?s=21&t=CG3NceIpLtFMYAFjQdcUrw
Talað er um að verðið sé tæplega 46 milljón pund, þ.e. 55 milljón evrur, með þeim möguleika að verðið geti hækkað um 10 milljón evrur í framtíðinni ef vel gengur hjá leikmanninum. Eitt merki um þá trú sem bæði Ajax og Ten Hag hafa á þessum snjalla leikmanni er að hann er nú orðinn þriðji dýrasti leikmaður sem Ajax selur frá upphafi, á eftir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt.
Í upphafi sumars voru fréttir um að Manchester United hefði meiri áhuga á félaga hans í miðvarðapari Ajax, Jurrien Timber, en sú athygli færðist fljótlega yfir á Martínez. Martínez hefur verið lykilmaður í Ajax-liði Ten Hag síðustu tímabil og var valinn leikmaður tímabilsins hjá Ajax eftir síðasta tímabil.
https://twitter.com/AFCAjax/status/1524492000380260360?s=20&t=1x0I7J9IGlWWwLC35rNGNw
Martínez er frá Gualeguay, 40 þúsund manna borg í vesturhluta Argentínu. Hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Newel’s Old Boys en komst aldrei í aðalliðið þar heldur fór til Defensa y Justicia þar sem hann spilaði tæpa 60 leiki á tveimur tímabilum. Þaðan fór hann til Ajax sumarið 2019. Hjá Ajax hefur hann spilað 120 leiki og skorað í þeim 6 mörk. Hann hefur einnig spilað 7 A-landsleiki fyrir Argentínu. Hann hefur fyrst og fremst spilað sem miðvörður en getur vel spilað sem vinstri bakvörður eða varnarsinnaður miðjumaður. Hann var lykilmaður í spili Ajax sem sýnir sig einna helst í því að á síðasta tímabili var hann með hæsta sendingafjölda per 90 mínútur í allri deildinni.
https://youtu.be/8BB12b83Bls
Þrátt fyrir að vera aðeins 175 cm á hæð þykir hann góður í skalleinvígjum og harður af sér. Hann hefur þegar reynslu af því að mæta bæði Erling Braut Haaland og Darwin Nunez og lét þá ekki komast upp með mikið. Það verður áhugavert að sjá hvaða hlutverk Ten Hag hefur hugsað fyrir hann hjá United og hvernig honum mun ganga að glíma við leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar. En það er ljóst að þarna er kominn hörku fótboltaleikmaður með flottan karakter og góðan knattspyrnuheila. Arsenal vildi fá leikmanninn en samkvæmt slúðrinu neitaði leikmaðurinn að fara til þeirra því hann vildi ólmur ganga til liðs við Manchester-byltingu Erik ten Hag.
https://twitter.com/Utd_Analytics/status/1547523252163149825?s=20&t=1x0I7J9IGlWWwLC35rNGNw
Helsti styrkleiki Martinez er framúrskarandi sendingageta og hæfileikinn að bæði bera upp boltann og brjóta línur með nákvæmum sendingum fram völlinn. Þegar öll sendinga- og sóknartölfræði er skoðuð skorar Martinez með því allra besta í Evrópu. Það er mikilvægt hjá liðum sem stefna að því að vera mikið með boltann og sækja meira en þau verjast. Það þýðir þó ekki að sóknargeta Martinez geri það að verkum að varnarhlutverkið sitji á hakanum. Langt í frá.
https://twitter.com/blurt2kc/status/1548189541428633601?s=20&t=kpuxlVMUy4Xh9NQ7N7X1hg
Það var orðið nokkuð ljóst fyrir einhverju síðan að Martinez væri á leið til Manchester United. Það vakti því verðskuldaða athygli í síðasta æfingaleik þegar Erik ten Hag skipti Harry Maguire yfir í hægri miðvarðastöðuna í stað þess að spila vinstra megin eins og hann hefur vanalega spilað hjá Manchester United. Það bendir sterklega til þess að Martinez sé hugsaður vinstra megin í miðvarðapari, mögulega í samkeppni við Lindelöf og Alex Telles, á meðan Raphaël Varane og Harry Maguire muni keppast um stöðuna hægra megin. Eric Bailly hefur svo staðið sig vel á undirbúningstímabilinu til þessa en það verður að koma í ljós hvort hann muni koma til greina hjá United eða sé bara að hækka verðmiðann á sér með þessum frammistöðum.
Hann verður þar með áttundi leikmaðurinn frá Argentínu til að spila fyrir Manchester United. Juan Sebastian Verón, Gabriel Heinze, Carlos Tevez, Angel Di Maria, Marcos Rojo og Sergio Romero áttu misgóða ferla hjá United en voru allir litríkir á sinn hátt. Alejandro Garnacho gæti átt blómlegan feril fyrir höndum og við vonum að Lisandro Martínez nái að setja sitt mark á félagið innan sem utan vallar.
https://twitter.com/TheEuropeanLad/status/1547329885412200448?s=20&t=1x0I7J9IGlWWwLC35rNGNw
Hvernig líst ykkur á þennan nýja leikmann Manchester United?
https://twitter.com/centredevils/status/1547539451651317760?s=20&t=1x0I7J9IGlWWwLC35rNGNw
Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann | 1 ummæli
Nú virðist loksins komin hreyfing á félagaskiptagluggann hjá United. Christian Eriksen er nýjasta viðbótin í herdeild Erik ten Hag en hann kemur til með að skrifa undir samning sem gildir til 2025. Ekki er ljóst hver launapakkinn verður en þar sem um þrítugan leikmann á frjálsri sölu má gera ráð fyrir hærri launapakka en ella.
https://twitter.com/ManUtd/status/1547944083800223745
En eins og flestum íþróttaáhugamönnum og öðrum er kunnugt þá féll Eriksen niður þegar daninn fékk hjartaáfall í leik gegn finnum á Evrópumótinu 2020. Fótboltaheimurinn stóð kyrr um stund á því augnabliki á meðan leikmenn beggja liða mynduðu hring í kringum Eriksen á meðan bráðaliðar hófu endurlífgun. Eriksen var þá borinn út af á börum og við tók langt og strangt endurhæfingarferli enda alls kosta óvíst hvort hann gæti leikið fótbolta að nýju. Sjaldan ef nokkurn tímann hefur fótboltaheimurinn staðið jafn heilshugar og í kringum þetta atvik.
En þótt hugljúfi daninn virtist seigari en flestir eftir að búið var að þræða gangráð í hann mátti hann ekki halda áfram að spila með Inter Milan, þar sem hann var á samning, vegna reglna þar sem heimila ekki leikmönnum með slíkan búnað að spila í Seria A. Hann fór því heim til Danmerkur og hóf að æfa með uppeldisfélagi sínu (OB) þar sem hann var á mála áður en hann fór til Ajax 2013.
En eftir stutt stopp þar fór hann einmitt til Ajax og æfði þar með aðalliðinu undir stjórn Erik ten Hag áður en hann komst á hálfs árs samning í janúar hjá Brentford í ensku Úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Eriksen ætti að vera flestum þeim sem fylgjast með ensku deildinni kunnugur en fyrir þá sem ekki hafa fylgst með honum þá varð hann þrítugur á árinu en hann hefur leikið með liðum á borð við Ajax, Tottenham og Inter Milan ásamt fyrrnefndu liði Brentford en með þessum liðum hefur hann leikið 393 leiki og skorað 81 mark. Af því eru 49 leikir í Meistaradeildinni og 38 í Evrópudeildinni og þá er vert að nefna að hann á að baki 115 leiki með danska landsliðinu og hefur skorað ein 38 mörk í þeim. Hér er því gífurlega reynslumikill leikmaður en hvers vegna stökk ekkert lið á Eriksen fyrst hann var á frjálsri sölu?
Það voru eflaust margir efins um það hvort hann væri yfir höfuð leikfær fyrir ensku deildina en Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford tók áhættuna í janúar og fékk hann til liðsins og það borgaði sig svo sannarlega. Í síðustu 11 leikjum Brentford tókst þeim að vinna 7 leiki, þar á meðal burstuðu þeir Chelsea á brúnni 1-4 og tóku svo West Ham 2-0 á heimavelli beint í kjölfarið. Þeir náðu svo markalausu jafntefli við Tottenham og unnu mörg af liðunum í kringum sig á töflunni og voru í raun aldrei í fallhættu. Þess má geta að Eriksen var í þrígang valinn maður leiksins á þessu stutta tímabili sem hann spilað með Lundúnarliðinu.
https://twitter.com/StatmanDave/status/1547947802914738177?s=20&t=tEj9t_fkau1krKRiJmTzTA
Eriksen er miðjumaður og eflaust flestir sem líta á hann sem sóknarmiðjumann en hjá Ajax spilaði hann sem tía með ansi frjálst hlutverk og undir bæði Andre Villa Boas og Tim Sherwood hjá Tottenham fékk hann nánast sama frelsi á vellinum. Það var hins vegar ekki það sama upp á teningnum hjá Mauricio Pochettino því það var augljóst að dregið hafði úr þessu frelsi og staða hans og hlutverk á vellinum fékk ákveðinn „stöðugleika“. Hjá Brentford hins vegar var honum spilað sem hreinræktuðum miðjumanni með aukið frelsi á vellinum og sá danski blómstraði.
Leikstíll hans má einna helst lýsa sem skapandi sóknarmiðjumanni sem er sífellt á hreyfingu og finnur svæði og veikleika á varnarskipulagi andstæðinganna. Hann þrífst einkar vel þegar hann er í liði sem er meira með boltann en mótherjinn og sóknarleikurinn er mjög flæðandi. Hann er með frábærar fyrirgjafir og langskot sem gerir hann stórhættulegan úr föstum leikatriðum auk þess að vera útsjónarsamur og naskur að sjá og búa til tækifæri fyrir samherjana sína. Þetta sést mjög vel á tölfræðinni hjá Brentford á síðustu leiktíð með og án Eriksen eftir fyrstu 7 leikina sem hann byrjaði hjá þeim:
when Eriksen starts (7 games) |
without Eriksen (28 games) |
|
Expected goal differential (xGD) | + 2.8 | – 5.9 |
pass completion % | 74.2 | 70.2 |
switches (40+ yard horizontal passes) | 12.4 | 9.3 |
Penalty Area Touches/90 min | 28.3 | 21.2 |
Shot Creating Actions (SCA)/90 min | 21.3 | 14.7 |
SCA from dead ball situations/90 min | 3 | 1.8 |
Eriksen var með 1 mark og 4 stoðsendingar í þessum leikjum sem hann spilaði með Brentford en ofangreind tölfræði er eftir einungis fyrstu 7 leikina. Í næstu tveimur leikjum átti hann sitthvora stoðsendinguna áður en liðið lá gegn Leeds í lokaumferðinni svo líklega má telja að þessar tölur séu í hóflegri kantinum miðað við endanlega tölfræði. Liðið leit einfaldlega mun betur út á vellinum með Eriksen á miðjunni og áfram er hægt að skoða tölfræðina og bera hann saman við aðra miðjumenn United til að fá enn skýrari mynd á því hvað hann mun bjóða liðinu undir Erik ten Hag.
Minutes per goal or assist
Christian Eriksen – 187.6
Bruno Fernandes – 195
Fred – 254.5
Donny van de Beek – 484
Scott McTominay – 1196.5
Chances created per 90 minutes
Christian Eriksen – 2.9
Bruno Fernandes – 2.6
Fred – 1.2
Scott McTominay – 0.9
Donny van de Beek – 0.4
United gerir 2 ára samning við Christian Eriksen með möguleikanum á einu ári til viðbótar. Það verður áhugavert að vita hvort Erik ten Hag sér hann fyrir sér sem miðjumann með Frenkie de Jong eða hvort hann eigi að vera bein samkeppni við Bruno Fernandes um tíuna sem myndi þá vonandi hafa sambærileg áhrif og Telles hafði á Luke Shaw 2020/21 tímabilið. Einhverjir hafa nefnt að hann sé yngri útgáfa af Juan Mata og vísa þá eflaust til svipaðra einkenna og hæfileika þeirra enda báðir töframenn með boltann og báðir hreint óþolandi likeable náungar á sinn hátt en Eriksen er svo miklu meira en bara það. Það var virkilega gott í United-hjartað að sjá einmitt Brandon Williams í leik Norwich og Brentford ætla að rjúka til og vaða í manninn sem lá undir honum þar til hann sá hver það var og þá snöggbreyttist viðhorfið og þá gat skapbráði bakvörðurinn okkar ekki annað en brosað.
Það er hins vegar alveg ljóst að Eriksen kom ekki til United til að vera bara einhver nice guy á bekknum og spila bikarleiki og hvar sem hann kemur til með að spila þegar hann mætir á völlinn er ljóst að breiddin og reynsla liðsins eykst með tilkomu hans og það verður yndislegt að sjá hann í rauðu treyjunni með nýja kraganum á komandi leiktíð.
Halldór Marteins skrifaði þann | 7 ummæli
Fyrsti leikur æfingatímabilsins var spilaður í Tælandi í dag og hófst leikur klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Manchester United vann mjög góðan sigur á erkifjendunum þar sem liðið spilaði löngum stundum frábæran fótbolta. Liverpool notaði sitt sterkasta lið ekki fyrr en síðasta hálftímann en fundu ekki leiðina í mark Manchester United.
Gott að byrja sumarleikina svona vel og gaman að fá fljúgandi start fyrir Erik ten Hag.
Það var ágætis munur á styrkleika byrjunarliðanna hjá þjálfurum liðanna. Ten Hag stillti upp þessu byrjunarliði hjá Manchester United:
https://twitter.com/ManUtd/status/1546819317492289536?s=20&t=DMTurGSV6EREwBe0UkoUrA
Á meðan ákvað Klopp að hefja leik með þetta lið inni á vellinum:
https://twitter.com/LFC/status/1546819158377127937?s=20&t=DMTurGSV6EREwBe0UkoUrA
Undirritaður man eftir því að hafa pínt sig í gegnum ófáa æfingaleikina í Asíutúrum sem spilaðir voru í hita og miklum raka, á meira en lítið vafasömum völlum sem voru lausir í sér og leiðinlegir. Slíkar aðstæður, ofan á það að leikmenn voru nýlega komnir til baka eftir sumarfrí, buðu oftast upp á afskaplega leiðinlega leiki.
En þessi leikur var mjög fjörugur strax frá fyrstu mínútum. Bæði lið vildu sækja og Liverpool gerði sig líklegri í upphafi leiks. De Gea þurfti að verja vel fyrirgjafir og skot. En United sótti líka og það var gaman að sjá spilamennsku liðsins. Jadon Sancho var sprækasti maður leiksins á meðan hann var inná vellinum og það var viðeigandi að hann skoraði fyrsta markið. Hann spilaði að mestu hægra megin en það var fínt flæði í fremstu þremur og markið sem Sancho skoraði kom vinstra megin.
https://twitter.com/ManUtd/status/1546847905385963523?s=20&t=NWAtbTy72OZxI30vxKsfvg
Liverpool fékk kjörið tækifæri til að jafna, raunar þrjú afbragðs færi í sömu sókninni, en marksláin, de Gea og lappir varnarmanna komu í veg fyrir mark. Áfram hélt United að sækja og sýna góða spretti og eftir fínt upphlaupt frá Bruno og Martial barst boltinn út á Fred sem vippaði boltanum laglega með hægri fæti yfir Alison. Frábært mark!
https://twitter.com/ManUtd/status/1546852796317798402?s=20&t=NWAtbTy72OZxI30vxKsfvg
Klopp ákvað að gera skiptingu eftir rúman hálftíma þar sem hann tók alla af velli nema Alison í markinu og setti nýjan hóp inná. Flestir sterkustu leikmenn Liverpool sátu þó áfram á bekknum. Það segir ágætlega mikið um styrkleika liðsins sem Liverpool tefldi fram að þarna voru að koma inn á leikmenn með treyjunúmerin 97 og 98. Fimm af leikmönnunum sem byrjuðu leikinn fyrir Liverpool eða komu inn á eftir hálftíma eru ekki með myndir af sér á FotMob. Zidane Iqbal og Charlie Savage eru með myndir af sér á FotMob.
En leikmenn United voru lítið að pæla í því og strax eftir skiptinguna setti Anthony Martial góða pressu á Liverpool, vann boltann, brunaði upp völlinn og chippaði boltanum hárfínt yfir Alison í markinu. Frábærlega gert hjá Frakkanum brosmilda.
https://twitter.com/ManUtd/status/1546854990572036099?s=20&t=NWAtbTy72OZxI30vxKsfvg
United hélt áfram að sækja og hefði getað bætt í en staðan 3-0 í hálfleik. Verðskulduð forysta eftir frábæran fyrri hálfleik.
Í leikhlé skipti Ten Hag öllum nema De Gea af velli og setti 10 ferska leikmenn inná í staðinn. Þar á meðal fékk Tyrell Malacia sínar fyrstu mínútur fyrir United.
https://twitter.com/ManUtd/status/1546859122066350082?s=20&t=NWAtbTy72OZxI30vxKsfvg
Eftir um það bil klukkutíma leik var komið að annarri hópskiptingu hjá Liverpool. Klopp hafði greinilega ákveðið að skipta leiknum upp í 3 hluta og nú kom stórskotaliðið inn á völlinn.
https://twitter.com/LFC/status/1546861854907154432?s=20&t=Jam5LIH3KlDQEAKOoLdthw
David de Gea hafði verið frábær í leiknum og meðal annars komið nokkrum sinnum út á móti boltanum til að vinna hann. Í einu slíku úthlaupi, þegar hann veiddi boltann á undan Darwin Nunez, virtist hann hnjaskast eitthvað svo hann bað um skiptingu. Hann hafði fengið fyrirliðabandið eftir að Bruno fór af velli í hálfleik en þegar Tom Heaton kom inn á tók Eric Bailly við bandinu.
Þrátt fyrir að Liverpool væri núna komið með A-liðið sitt inná gegn B-liði United voru United-piltarnir mjög sprækir, vörðust vel og reyndu að sækja. Eric Bailly gerði á einum tímapunkti mjög vel í að lesa sendingu sem átti að fara inn í teiginn, sá að það var pláss fyrir sig og skeiðaði upp völlinn. Á vallarhelming Liverpool fann hann Pellistri með sér hægra megin en hélt sprettinum áfram. Pellistri fann hins vegar Amad sem gerði mjög vel í að bera boltann upp og leggja hann svo til baka á Pellistri sem slúttaði vel. Frábært mark og virkilega gaman að sjá.
https://twitter.com/ManUtd/status/1546869172814200836?s=20&t=BFBc3JY75tWYsL6I93y88A
Liverpool hélt áfram að reyna að sækja. Komust næst því að skora þegar Salah átti innanfótar snuddu í stöngina, Nunez fékk dauðafæri í kjölfarið en skóflaði boltanum hátt yfir markið.
Eric Bailly var gjörsamlega frábær í seinni hálfleik og leiddi sitt lið vel. Liðið var skipulagt og þeir ungu leikmenn sem stóðu vaktina gerðu það af yfirvegun og aga, gerðu sitt vel og reyndu ekki of mikið. Virkilega ánægjulegt að sjá þá, sérstaklega eftir að Liverpool var komið með svotil sterkasta liðið sitt inn á völlinn.
Niðurstaðan í fyrsta leik því sanngjarn 4-0 sigur. Segir ekki mjög mikið en samt ánægjulegt. Ekki frá því að það sé strax hægt að sjá handbragð Ten Hag að einhverju leyti á liðinu en sjáum hvernig það þróast og auðvitað byrjar alvöru alvaran ekki fyrr en í ágúst. En við getum verið glöð í dag.
Hvað fannst ykkur markverðast við leikinn í dag?
Það eru fleiri leikir á döfinni hjá okkar mönnum, eins og venjan er.
Næstu leikir á undirbúningstímabilinu eru þessir:
Miðað við nýjustu gluggafréttirnar eru Christian Eriksen og Lisandro Martínez líklegir til að koma til liðsins fljótlega. Eriksen gæti mögulega náð Ástralíuhluta æfingaferðalagsins.
Frenkie-sagan heldur svo áfram að skemmta okkur eitthvað áfram en það er vonandi að eitthvað fari að skýrast fljótlega þar.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!