United spilaði með leikmenn sem verða áfram, utan Cavani. Hannibal fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði
Varamenn: Heaton, Bailly, Fernandez, Jones, Varane, Mata, Savage, Garnacho, Shoretire
Skýrslan er frekar einföld í dag enda nennti enginn þessu hvorki leikmenn né United stuðningsmenn. Wilfried Zaha skoraði eina markið á 37. mínutu, fékk fína sendingu frá Bruno Fernandes, og náði skoti enda voru bæði Dalot og Lindelöf að reyna að stoppa hann og gátu það auðvitað ekki.
Hannibal átti þokkalegt skot yfir í seinni hálfleik en eina færið var þegar Scot McTominay var 2 metrum frá næsta manni og fékk að skalla á markteig eftir horn en skallaði auðvitað beint á markmanninn.
Juan Mata og Alejandro Garnacho komu inná, fortíð og vonandi framtíð en besti maður United í dag var Dat Man Welbz sem tryggði United Evrópudeildarsæti með marki gegn West Ham.
Takk fyrir tímabilið, við tölum aldrei um það aftur!