Þrátt fyrir urmul tækifæra tókst Manchester United ekki að ná í fleiri en 1 stig gegn Watford. Watford náði að verjast vel á stundum og eiga góð móment en United yfirspilaði gestina og gerði í raun allt rétt fyrir utan þetta litla aðtriði að nýta helvítis færin! Bruno og Ronaldo fóru illa með mörg færi og góð.
Það var alveg nauðsynlegt að taka þrjú stig í þessum leik því framundan í mars eru deildarleikir gegn Manchester City, Tottenham og Liverpool. Þetta verður strembin barátta um fjórða sætið og spurning hversu lengi hin liðin í kring ætli að gefa okkar mönnum færi á að hanga í baráttunni.
Nánari skýrsla kemur kannski, ef einhver í ritstjórn nær að setjast niður í það verkefni.
Svona stillti Ralf upp byrjunarliðinu:
Bekkur: Henderson, Dalot, Jones, Maguire, Shaw, Lingard, Mata, Rashford, Sancho.
Gestirnir hófu leik svona:
🚨 𝗧𝗘𝗔𝗠 𝗡𝗘𝗪𝗦 🚨
Here's how the Hornets will line up at Old Trafford this afternoon.#MUNWAT pic.twitter.com/qJEcRgyvaF
— Watford Football Club (@WatfordFC) February 26, 2022