Wan-Bissaka kominn inn í liðið til að taka á móti Dan James þegar hann kæmi upp kantinn, og Jee Lingard byrjaði sinn fyrsta leik síðan í janúar 2020.
Varamenn: Henderson, Alex Telles, Dalot, Varane, Fred, Mata, Matic, Elanga, Rashford
Lið Leeds leit svona út
Dan James spilaði reyndar frekar sem fremsti maður
Stemmingin á vellinum var rosaleg eins og við var búist en United náði nú engu að síður tökum á leiknum snemma. Fátt var samt um fína drætti fótboltalega séð en nokkrar áhrifaríkar tæklingar litu dagsins ljós.
Það var liðin 21 mínúta af leik þegar Forshaw komst inn í teiginn og náði skoti sem De Gea varði að alvöru ógn kom upp við mark öðru hvoru megin. Leeds var þá orðið öflugra fram á við.
United átti að taka forystuna á 26. mínútu, Pogba fór auðveldlega fram hjá Forshaw og gaf þvert á markteiginn, Ronaldo tókst að vera kominn fram fyrir sendinguna og skotið var alltof laust og beint á Meslier.
United fór þó loksins að hressast aðeins, og Paul Pogba var að spila vel, lagði boltann einu sinn fyrir Bruno, Meslier varði vel, Ronaldo fór í frákastið og vann hornið. Og loksins loksins kom mark úr horni og loksins loksins kom mark frá Maguire. Fínn skalli eftir horn frá Brúno. 1-0 á 34. mínútu.
Næsta korterið var svipað fyrsta, hvorugt lið afgerandi. Robin Koch hafði fengið höfuðhögg í samstuði við McTominay snemma leiks, fengið aðhlynningu og svo síðar þurft að fara útaf og fyrir vikið var bætt við sex mínútum. Það voru því 49 mínútur á klukkunni þegar United kom upp, Victor Lindelöf af öllum mönnum upp miðjuna, gaf út á Sancho sem gaf fyrir og Bruno kom á ferðinni í holu í vörn Leeds, skallaði niður og boltinn skaust af rennblautu grasinu undir Meslier.
Embed from Getty Images
United fór því með 2-0 inn í hléið.
Völlurinn var sem fyrr segir rennblautur í mikilli rigningu og versnaði í hléinu, var orðinn mjög þungur og sendingar með jörðinni fóru sjaldnast jafn langt og ætlað var.
Leeds gerði breytingar í hléii og þær báru árangur, Þeir sóttu á og á 53. mínútur kom Rodrigo upp vinstri kantinn, hann ætlaði a gefa fyrir, en boltinn fór bara yfir De Gea í markinu og inn. 2-1. Ekki nógu gott hjá De Gea.
Og það versnaði mí´nutu síðar, Bruno fékk boltann úr vörninni, sótt var á hann og hann gaf boltann frá sér, Leeds fékk hann, Rodrigo kom aftur vinstra megin og í þetta skiptið fór sendingin þvert fyrir allan teiginn og á Rapinha á fjær sem ýtti boltanum létt inn. 2-2.
VAR skoðaði hvort dæma hefði át brot á Bruno en svo var ekki, bara aumingja skapur.
Hrikaleg mínúta hjá United, einkennandi fyrir karakterleysið í liðinu í vetur.
United gat engan veginn hrist þetta af sér og átti mjög erfitt með að berjast við völlinn, of mikið af sendingum með jörð sem fóru ekki rétt.
Loksins á 65. mínútu fengu þeir færi, Ronaldo gaf á Sancho og skotið fór af varnarmanni og í horn. Ekkert kom úr því.
Breytingarnar komu rétt á eftir þegar Fred og Elanga komu inná fyrir Pogba og Lingard. Pogba næstum ósýnilegur í seinni hálfleik.
Það bjuggust líklega fæst við að væri Fred sem gerði þesa skiptingu góða. En hann var varla kominn inn á þegar Bruno vann boltann á eigin vallarhelmingi hægra megin, sóknin kom upp völlinn og þvert með viðkomu hjá Ronaldo, Fred, og Sancho og sá síðastnefndi renndi boltanum áfram og Fred kom aftur og hamraði boltanum í netið á nær. Frábær sókn.
Rétt á eftir átti Elanga að skora þegar United komu upp þrír á tvo en kotið með vintri var laust innanfótarskot beint á Meslier þegar hann var aleinn móti honum. Virklega lak en hann var kannke enn eftir sig eftir að hafa fengið pening í höfuðið þegar United menn voru að fagna markinu.
En Elanga bætti fyrir þetta með að klára leikinn þremur mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði í jafn opnu færi eftir frábæran undirbúning Bruno. Sigurinn gulltryggður og sanngjarn.
Undir lokin sauð aðeins upp úr, leikmenn höfðu verið að allan leikinn í alls kyns harkalegum tæklingum og ati og þarna fengu Shaw og Junior Firpo gul spjöld fyrir léttar stympingar.
En þetta hafðist án rauðra spjalda og nú er það Atlético á miðvikudaginn og vona að erfiðar aðstæður skilji ekki leikmenn of úrvinda