Síðbúin upphitun, en klukkan 17:30 á eftir fer United á Villa Park þar sem Aston Villa tekur á móti þeim og freistar að hefna bikartapsins á mánudaginn var.
Það er ekki hægt að segja að sigurinn´a mánudaginn hafi verið sannfærandi þó að vissulega hafi United haft tök á leiknum. Enn á ný er erftitt fyrir Rangnick að finna leikstíl sem hentar leikmönnum, og honum, og ber árangur. Svo fer í gang umræða um það hverju sé að kenna, Ronaldo fór í viðtal í vikunni og virtist finna að því að yngri leikmenn í dag ættu erfitt með að taka gagnrýni. Það er alveg ljóst að það er ekki alltaf hægt að kenna stjóranum og í dag þarf að stíga upp frá mánudeginum ef taka á þrjú stig með heim frá Villa Park
Við þekkjum lið Villa frá á mánudaginn, en nú hefur Philippe Coutinho bæst í hópinn á láni frá Barcelona og þó að lífið þar hafi reynst honum erfitt og hann sé nýkominn til Villa fer þar leikmaður sem mun styrkja Villa gríðarlega. Búist er við að hann taki stöðu Ings í framlínunni. John McGinn er í banni og Lucas Digne kemur frá Everton og tekur stöðu Matt Targett í vinstri bak.
Þetta verður þá svona og verkefnið hjá United er að ná tökum á miðjunni, nokkuð sem var ekki hægt mestan hluta síðasta leiks
Luke Shaw og Scott McTominay eru í banni en Ronaldo, Harry Maguire , Diogo Dalot, Jadon Sancho og já, Phil Jones ættu allir að vera búnir að ná sér af meiðslum. Þetta er stillt í 4-4-2 þökk sé tæknilegum örðugleikum, ætti að vera 4-2-2-2 en það verður enginn hissa ef þetta fer í 4-2-3-1. Það bara verður að gera eitthvað á miðjunni.
Þetta verður enn ein þolraunin og það er alger nauðsyn að liðið geri mun betur en á mánudaginn.
Leikurinn er sem fyrr segir kl 17:30 á eftir og á flautunni er David Coote