Við byrjum á yfirferð um leikinn, þið sem ekki þurfið að sjá hana getið hraðskrunað niður í Hvað nú kaflann
Ole Gunnar Solskjær var með það á hreinu hvaða leikmönnum hann treysti best í stórleikinn, liðið var óbreytt frá leiknum við Atalanta
Varamenn: Henderson, Bailly, Dalot, Lingard, Matic, Pogba, Van de Beek, Cavani, Sancho
Lið Liverpool er
Það var strax á fjórðu mínútu að þessi besta sóknaruppstilling United var næstum búin að bera árangur. Fred og Ronaldo komu upp vinstra megin og boltinn kom til Greenwood sem framlengdi til Bruno Fernandes hægra megin í teignum, aleinn móti Alisson en bombaði boltanum upp í stúku. Hrikalegt klúður og afdrifaríkt því Liverpool var ekki með lélegri sókn á pappírnum og tóku ekki nema mínútu í að refsa þessu harkalega. komu í hraða sókn, vörnin var í tómu tjónu, Salah fékk boltann óvalduður, Luke Shaw var í miðvarðarstöðu allt of langt frá Salah og síðan alltof langt frá Keita sem fékk fína sendingu frá Salah og átti auðvelt með að renna boltanum fram hjá De Gea.
Liverpool var síðan næstum komið í 2-0 á sjöundu mínútu þegar Keita vann boltann af Fred, Firmino fékk sendingu í teignum, enn á ný var vörn United hvergi að sjá, en skotið var aðeins of slakt og De Gea varði vel.
Eftir smá von á fyrstu mínútum var allt í einu Liverpool með völdin, þegar United vann boltann á miðjunni reyndi Rashford skot af 25 metra færi, sem fór reyndar rétt framhjá en smá örvænting í því kannski.
Það tók síðan Liverpool alveg fram á 13. mínútu að skora annað mark. boltinn kom að teighring, Shaw og Maguire hjálpuðust að að vera hvor fyrir öðrum, Keita hirti boltann, gaf á Trent Alexander-Arnold sem gaf einfaldan þverbolta sem enginn United maður komst í en Diogo Jota teygði sig og stýrði boltanum inn. Einfalt mark.
Vægast sagt skelfileg byrjun í boði varnarinnar okkar, sóknin var aðeins hressari en Liverpool hafði efni á að draga sig vel til baka þegar United fékk boltann og leyfa þeim að dúllast fyrir utan teig. Liverpool var síðan mun grimmara í að vinna boltann.
United sá helst möguleika í langskotum, Shaw skaut framhjá, Mason Greewood átti eitt ágætt sem Alisson varði í horn en annars gekk ekkert upp, sendingar rötuðu ekki á samherja og það voru engar glufur í vörn Liverpool.
Liverpool fór að sækja aftur í sig veðrið upp úr því að hálftími var liðinn af leik og voru strax meira ógnandi en United hafði verið, Salah fékk fínt færi eftir að Rashford gaf sendingu aftur til baka upp allan kantinn sem endaði hjá Salah, sem óð inn í teig en var aðeins of utarlega og De Gea varði.
En þetta var allt of erfitt fyrir United. Vörn United var splundrað enn á ný. Salah skaut í Maguire boltinn fór út á Jota sem gaf fyrir og þar var auðvitað Salah til að klára auðveldlega.
0-3 eftir 38 mínútur.
Eftir allt fjaðrafokið í kringum McFred var það vörnin hjá United sem var gjörsamlega úti á túni. Mo Salah fékk að vera aleinn hægra megin í teignum á meðan boltinn barst milli Liverpool manna við teiginn, tveir United menn í hverjum bolta en enginn náði að stoppa neitt og Salah fékk boltann og skoraði óáreittur.
Fjögur núll í hálfleik, leikurinn búinn og stjóraferill Ole Gunnar Solskjær augljóslega líka.
Ein skipting var það í hálfleik, Mason Greenwood vék fyrir Paul Pogba. Það hafði auðviaðt engin áhrif, Mo Sala tók fjórar mí´nutur í að fá sendinguna innfyrir Maguire, stinga Shaw af og setja boltann nett framhjá De Gea.
Það verður örugglega mikið skrifað um hvernig Ronaldo hefur komið inn í þetta lið og hvort það hafi veri til góðs eða ekki en hann getur þó enn meira en margir og hann setti boltann í netið á 52. mínútu eftir netta fótavinnu í teignum en hann var auðvitað hárfínt rangstæður og VAR tók þessa birtu úr leiknum.
Pogba fékk að vera með í kortér. Hann vann sér inn gult spjald og svo rautt þegar hann tók ökklatæklingu á Keita. Hefði átt að vera beint rautt, en gult var nóg til að senda hann í sturtu.
Keita var borinn af velli, og Oxlade-Chamberlain kom inná fyrir hann en Edinson Cavani og Diogo Dalot komu inn fyrir Fernandes og Rashford.
Þetta róaðist aðeins, leikurinn auðvitað löngu búinn. Liverpool voru miklu betri og léku sér bara. De Gea tók eina glæsivörslu frá Alexander-Arnold, eins og það skipti máli.
United hefði getað skorað á 83. mínútur, Andy Robertson setti boltann í eigin slá úr opnu færi en bæði Cavani sem snerti boltann og McTominay sem átti sendinguna voru líklega rangstæðir í undirbúningnum, þannig það skipti litlu.
Leikurinn fjaraði út, versta tap United í langan, langan tíma staðreynd
Embed from Getty Images
Hvað nú?
Ég hef ekkert farið leynt með að ég hef stutt að Ole Gunnar Solskjær yrði ekki rekinn, af ýmsum ástæðum. Eftir þennan leik er auðvitað engin leið til baka fyrir hann. Eftir allt sem hann hefur gert til að koma klúbbnum á réttan kjöl með þokkalegri frammistöðu og réttum kaupum, þá er núna komið á endastöð.
Hann er ekki maðurinn til að breyta leikstíl liðsins, koma skikki á leik þess og laga veikleikana. Það hefur einmitt verið helsta áhyggjuefnið að það hefur alltaf virst eins og það sé ekkert ákveðið leikskipulag og að stíllinn sé hreinlega ekki æfður. En það hjálpar samt ekki í leik eins og í dag þar sem bakvörður og miðvörður sem voru lykilmenn í silfurliði Englands leika eins og trúðar sem hafa aldrei séð hvorn annan.
Þannig að núna þarf að ráða mann sem getur þetta. Hver er á lausu? Það er talað um Zidane, sem tók við það góðu búi hjá Real Madrid að ekki einn leikmaður sem hann fékk til liðsins lék fleiri en tíu deildarleiki á tímabili næstu þrjú árin. Kann hann að velja menn? Var ekki einmitt stundum talað um Ronaldo og 10 aðra jafnvel þó meðal þessara tíu voru sumir af bestu leikmönnum heims?
Antonio Conte er og ég stend við það með hrútleiðinlega spilamennsku og ekki væri það betra þegar hann þyrfti að taka við liði þar sem varla er nokkur almennilegur miðjumaður sem getur varist eða pressað. Að auki hefur hann ekki verið með neitt lið lengur en tvö aur.
En stærsta vandamálið er stjórnin
https://twitter.com/AdamCrafton_/status/1452314310244503555
United er að því er virðist komið í endalausa hringekju ráða og reka. Julian Nagelsmann hefði verið frábær kostur en en hann er kominn á draumastað Þjoðverjans. Thomas Tuchel er að vinna frábært starf með Chelsea. Hvað er þó eftir af góðum kostum? Luis Enrique er ekki að fara að hætta með Spán, Erik ten Hag og já ég segi það, Graham Potter eru óreyndir á hæsta stigi.
Það verður liklega Zidane og ég óska og vona að það gangi.