Ole Gunnar gerði þrjár breytingar á liðinu sem byrjaði á laugardaginn, Donny van de Beek, Fred og Victor Lindelöf komu inn.
Lið Young Boys var varnarsinnað eins og hefði kannski mátt gera ráð fyrir
United sótti frá upphafi án þess að hafa mikið erindi, Young Boys áttu ágæta sókn á 10. mínútu án þess að geta nýtt það f og í næstu sókn á eftir kom portúgalskt mark hjá United. Bruno gaf inn á teiginn, fram hjá og milli miðvarðanna og García hafði ekki hugmynd um að Ronaldo lúrði fyrir aftan hann, Ronaldo tók boltann og skot hans fór í markvörðinn Von Ballmoss og lak svo undir hann og í netið. Smá heppni þar en sendingin frá Bruno stórkostleg.
Eftir markið var leikurinn þokkalegas spilaður hjá báðum liðum, United öllu sterkari en náðu ekki að skapa nægilega hættu. Ein skemmtilega sending Wan-Bissaka stefndi á kollinn á Ronaldo áður en Von Ballmoos greip vel inn í. Þð má alveg búast við því í vetur að Shaw og Wan Bissaka haldi áfram að reyna að hitta Ronaldo svona fyrir enda maðurinn frábær í loftinu.
En á 35. mínútu kom Wan Bissaka aftur við sögu og nú mun verr, hann tók lélega fyrstu snertingu og missti frá sér boltann, og fór þá í tæklingu á Martins á mijum vallarhelmingi Young Boys, hitti ekki boltann og traðkaði beint á ökkla Martins. Beint rautt spjald!
Jadon Sancho var fórnað, Diogo Dalot kom inn í bakvarðarstöðuna.
Strax í fyrstu sókn eftir þetta fékk Fassnacht síðan boltann í opnu færi í teignum eftir þversendingu en skotið var lélegt og framhjá, United virkilega heppnir þar. Young Boys ógnuðu aðeins eftir þetta orðnir manni fleiri og United var ekki með nógu gott spil. United komust þó inn í klefann með 1-0 forystu.
Í hálfleik kom Raphaël Varane inná fyrir Donny van de Beek, Ole vildi enga sénsa taka og setti upp þriggja miðvarða vörn. Hjá Young Boys kom Siebatchu inná til að skerpa á sókninni.
Ronaldo komst svo inn innfyrir vörnina en náði ekki alveg að hrista Camara alveg af sér, Camara var í bakinu á Ronaldo sem fór niður léttilega, dómarinn vildi ekki hlusta á Ronaldo og dæmdi ekkert.
Young Boys voru samt miklu atkvæðameri, sóttu stíft og á 66. mínútu fékk Elia sendingu út á kanti, aleinn þar og fékk nægan tíma að gefa fyrir, og Ngamaleu stakk tánni fram fyrir Varane og skoraði.
Young Boys héldu áfram að ógna og Solskjær skipti Ronaldo og Fernandes útaf fyrir Matic og Lingard. Það létt ekki á sókn Svisslendingana, pressan var orðin ansi stíf. Það var líklega samt til góða við að halda þeim sóknum frá og færi litu fá dagsins ljós, fyrr en á 88. mínútu þegar De Gea þurfti að verja skot Lauper yfir, glæsivarsla.
Eftir það reyndi Ole aðeins að hrista upp í þessu, setti Martial inná fyrir Fred. Það gaf lítið en þess í stað gaf Jesse Lingard Young Boys sigurinn. Hann fékk boltann á miðjum eigin vallarhelmingi og leit varla upp áður en hann gaf lausa bolta milli eigin varnarmanna. Þetta átti að vera sending á De Gea en var alltof laus, Siebatchu lúrði fyrir innan og var fljótur á boltann og skoraði framhjá David de Gea.
Sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins og það var ekkert minna en Young Boys áttu skilið. Vissulega var United manni færri mestan hluta leiksins en liðið átti að hafa næg gæði til a það hefði skki ekki svona svakaleg áhrif. Eftir að Wan Bissaka fékk spjaldið skapaði United nákvæmlega ekki neitt og þá meina ég nákvæmlega ekki neitt. xG eru ekki nákvæmustu vísindi á jarðríki en skv þeim var xG United eftir brottreksturinn 0,00. Ronaldo hefði betur reynt að standa í fæturna og ná skoti.
En aftur, tökum ekkert af Young Boys, þeir sóttu og sóttu og pressuðu og uppskáru.