Raphaël Varane verður leikmaður Manchester United
Þegar Raphaël Varane verður búinn að gangast undir læknisskoððun verður hann staðfestur sem leikmaður Manchester United
https://twitter.com/ManUtd/status/1420081351940792323
Raphaël Varane á leiðinni
Slúðrið hefur verið að gírast upp um helgina og nú undir kvöldið voru allir helstu af traustari slúðurpésunum komnir með þetta, og alvöru miðlar fylgdu. Raphaël Varane er á leiðinni.
Þið sögðuð okkur að slaka á með að skrifa staðfestingargreinina og við bíðum skyrtutístsins, sem gæti tafist eitthvað enda þarf að fylgja sóttkvíarmálum, en þangað til hlökkum við bara til að sjá einn af bestu miðvörðum síðustu 10 ára í treyjunni.
Queens Park Rangers 4:2 Manchester United
Manchester United lék sinn annan leik á undirbúningstímabilinu í dag á Kiyan Prince Foundation vellinum sem áður hét Loftus Road. Heimamenn stilltu upp sínu nánast sterkasta liði í dag með hinn margreynda Charlie Austin í framlínunni. Gestirnir frá Manchester eiga enn eftir að endurheimta leikmennina sem léku á Evrópumótinu í sumar og liðsuppstillingin í dag var ekki sú mest spennandi. Í fjarveru byrjunarliðsins eru leikmenn eins og Dan James, Jesse Lingard, Facundo Pellistri að fá tækifæri til að sýna sig fyrir öðrum liðum í glugganum og ólíklegt að tveir af þeim leiki annars staðar á komandi tímabili. Annar leikmaður í svipaðri stöðu er Andreas Pereira.
Þessir leikir á undirbúningstímabilinu eru eingöngu fyrir leikmenn að komast almennilega af stað og komast í leikform og því eru úrslitin alltaf algjört aukaatriði þó svo gaman sé að horfa liðið sitt vinna leiki. Fyrri hálfleikurinn var þokkalegur í dag til dæmis þegar „sterkasta“ liðið var á vellinum en QPR völtuðu heldur betur yfir United í seinni hálfleiknum en liðið var komið í 4:1 forystu eftir 15 mínútur í seinni hálfleiknum en staðan var jöfn í hálfleik eftir mörk frá Jesse Lingard og Charlie Austin. Lyndon Dykes skoraði 2 mörk í seinni hálfleiknum og Moses Odubajo skoraði eitt. Svíinn Anthony Elanga náði síðan að minnka muninn tæpum 20 mínútum fyrir leikslok en lengra komst United ekki í dag. Sanngjarn 4:2 sigur QPR staðreynd og við bíðum enn eftir að fá nánast allt byrjunarliðið tilbaka.
Næsti leikur United er gegn Patrik Gunnarssyni og félögum í Brentford á miðvikudaginn kl. 18:00.
Þess má geta að Tahith Chong var ekki með í dag því að hann er formlega kominn til Birmingham City á lánsamningi út tímabilið og vonandi tekst honum betur en á síðasta tímabili.
Jadon Sancho er leikmaður Manchester United *staðfest og naglfast*
Þetta er það sem við vorum að bíða eftir!
Farið svo og hlustið á Djöflavarpið frá í gær