Næst síðasta umferð Ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun kl. 17:00 með leik okkar manna gegn föllnu liði Fulham á Old Trafford. Mjög óspennandi leikur líkt og flestir þeir leikir sem eftir eru í deildinni. Það er þá ekki nema fyrir þau þrjú lið sem eru fyrir aftann okkur í töflunni. Liverpool, Chelsea og Leicester sem berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Fyrri viðureign okkar gegn Fulham á tímabilinu vannst 1-2 eftir að hafa lent undir snemma í fyrrihálfleik, kunnuglegt stef það. Cavani og Pogba skoruðu mörk United í þessum leik. Þessi leikur var spilaður um það leyti sem okkar menn sátu á toppi deildarinnar enn með von um þann stóra. Það rann úr greipum okkar ansi fljótt, þar sem City sigldi hratt og örugglega upp á topp deildarinnar í umferðunum sem komu á eftir.
Manchester United
Eftir ansi erfiða leikja hrinu í síðustu viku þá er liðið búið að fá fimm heila daga í hvíld fyrir leik morgundagsins. Einnig eru átta dagar eftir leikinn á morgun í stærsta leik tímabilsins, úrslitaleikur Evrópudeildarinnar gegn Villarreal 26. maí. Þar inn á milli er loka leikur deildarinnar gegn Wolves. Eins og ég sé fyrir mér hvernig álagsdreyfingin verður í þessum tveim leikjum fram að úrslitaleiknum þá mun A-liðið spila á morgun og svo hálfgert B-lið gegn Wolves um næstu helgi. Meiðslalistinn stendur í stað frá síðasta leik: Martial, Phil Jones, Daniel James og fyrirliðinn Maguire. Við krossleggjum alla fingur og tær og vonumst eftir að Harry Maguire nægilega heilum til þess að spila gegn Villarreal. Enda hefur það marg sannast í þeim örfáu leikjum sem hann hefur ekki verið til taks á ferli sínum hjá United í vörn liðsins að liðið spilar töluvert verr. Eina mögulega spurninginn með byrjunarliðið á morgun er hvort Ole fari að hringla með markvarðarstöðuna. Ég held að það sé nokkuð ljóst að De Gea fái úrslitaleikinn í næstu viku og því spurning hvort Ole vilji halda honum í riðma fyrir það með því að láta hann spila á morgun. Henderson átti einnig daprann dag gegn Liverpool í síðasta leik.
Líklegt byrjunarlið:
Fulham
Eins og fram hefur komið er Fulham liðið fallið úr deildinni, nokkuð sannfærandi, eftir eins árs dvöl þar. Lið sem er mikið byggt upp á lánsmönnum héðann og þaðann er ekki líklegt til árangurs þegar það blæs ekki byrlega í seglinn. Enda kom það á daginn hjá liði Scott Parker sem spilaði þó þokkalega á köflum á tímabilinu og klárlega það lið af fall liðunum sem spilaði hvað áfagurfallegustu knattspyrnuna. Það verður því áhugavert hvernig Fulham mun farnast á næstu árum. Mun blóðtakan vegna alla lánsmannana kom þeim í koll? Eða mun hin svokallaða “fallhlífa greiðsla” úrvaldeildarinnar gera þá að sterkum kandítötum til að snúa aftur sem fyrst í deild þeirra bestu á Englandi? Eitt er þó allavega víst að hinn efnilegi stjóri Scott Parker mun fá að stýra ferðinni á komandi árum.
Meiðslalisti Lundúnar liðsins er ekki langur (þrír leikmenn) og má telja næsta víst að Parker stilli upp ansi svipuðu liði og spilaði síðasta deildar leik, sem var 3-1 tap gegn dýrlingunum.
Líklegt byrjunarlið:
Spá
Ég spái 3-1 sigri. Cavani, Rashford og Greenwood með mörkin og ætli Bruno verði ekki með 1-2 stoðsendingar. Í fjarveru Maguire mun United að sjálfsögðu ekki halda hreinu. Eitt mark lekur inn eftir einhvern klaufgang hjá öftustu mönnum, Bailly líklegur þar.
Hinn þaulreyndi Lee Mason dæmir fyrsta leik sinn á tímabilinu hjá United á morgun og flautar leikinn á kl. 17:00