Eftir ansi dramatíska tvo sólarhringa frá tilkynningu tólf stórliða evrópskar knattspyrnu um stofnun svokallaðrar Ofurdeild Evrópu virðist vera sem að allur grundvöllur fyrir tilvist hennar sé ekki lengur til staðar. Áformum þessum var mætt af mikilli andstæðu aðdáenda, leikmanna og stjóra félaganna og sameinaðist stuðningsfólk óháð því hvaða lið það styður. Í allan dag vofði yfir að tvö liðanna sex frá Englandi væri komin með bakþanka en það voru Chelsea og Manchester City.
Í dag var svo tilkynnt að Ed Woodward væri búinn að segja af sér en uppsögnin á að fara fram um áramótin. Ekki er ólíklegt að hann fari fyrr enda furðulegt að ætla að kveðja á miðju næsta tímabili. Svo í kvöld var haldinn fundur liðanna tólf og kjölfar hans kepptust ensku liðin við að segja sig úr Ofurdeildinni sem virðist nú vera úr sögunni.
We will not be participating in the European Super League.#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) April 20, 2021