Varamenn: Bayindir, Collyer (46.m), Wheatley, Evans, Antony, Amad (69.m), Eriksen (86.m), Maguire(69.m), Heaton
Lið Liverpool: Alisson; Trent Alexander-Arnold, Ibrahima Konate, Virgil van Dijk, Andrew Robertson; Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister; Mohamed Salah, Dominik Szoboszlai, Luis Diaz; Diogo Jota
United sótti vel fyrstu mínútur leiksins en fékk ekkert úr því nema eitt horn. Liverpool kom síðan til baka, sótti vel á og á 7. mínútu kom sending framhjá Mazraoui, Diaz var smá klaufskur en kom samt með fyrirgjöfina sem fór aftan við Salah sem setti þó fót í boltann þannig hann fór út á Trent Alexander-Arnold sem var galopinn og skoraði. En til allra lukku var Salah hárfínt fyrir innan þegar sendingi kom og markið dæmt af.
Vel sloppið þar en bæði líð voru að sýna ágæta takta. Um tíma var United að halda boltanum betur en maður hefur oft séð en vantaði uppá uppi við teiginn. Liverpool sóttu svo meira á en þó United væru ansi seigir í að stoppa sóknir, komast í bolta og hreinsa var orðið erfiðara aftur að gera eitthvað úr því.
Það var því ekki gegn gangi leiksins á 35. mínútu þegar Luis Diaz skallaði fyrirgjöf Salah í netið. Casemiro átti skelfilega sendingu beint á Gravenberch sem lék upp, renndi boltanum á Salah sem fékk tíma til að gefa fyrir.
Casemiro búinn að vera skelfilega slakur í leiknum fram að þessu og þetta kórónaði frammistöðuna.
Annað mark Liverpool var næstum jafn skelfilegt varnarlega. Diaz nikkaði boltann af Casemiro, Salah fékk síðan boltann, stóð á móti Dalot og átti einfalda sendingu á Diaz sem stóð aleinn inni á teig og þótt skotið væri ekki snyrtilegt endaði það í markinu úti við stöng.
Það kom engum á óvart að Collyer kom inná fyrir Casemiro í hálfleik og við sjáum Casemiro ekki aftur nema í hallæri. Sem miðað við fjölda miðjumanna í hópnum er alveg líklegt.
Loksins snemma í seinni hálfleiknum átti United loksins skot á mark. Zirkzee skaut utan teigs og Alisson þurfti að skutla sér en var samt þægileg varsla.
En þetta var alltof auðvelt fyrir Liverpool og Mo Salah bætti við þriðja markinu á 56. mínútu. Í þetta skiptið var það Kobbie Mainoo sem lét taka af sér boltann á eigin vallarhelmingi, vörnin var galopin og Salah fékk boltann óvaldaður og kláraði auðveldlega.
Endursýningarnar voru svo rétt að klárast þegar skipt var í beina útsendingu til að sýna Salah skjóta yfir úr teignum eftir góðan undirbúning.
Loksins sást smá frá United í nokkrar mínútur sem endaði á fyrirgjöf og skalla Zirkzee því sem næst beint á Alisson.
Embed from Getty Images
NÆsta skipting var Amad fyrir Garnacho og áhorfendur á Old Trafford voru ekki ánægðir. Nokkuð ljóst þeir vildu frekar sjá einhvern annan tekinn útaf. Ekki þar fyrir, Garnacho hafði lítið gert, en Rashford og Zirkzee enn minna. Um leið fór svo De Ligt útaf fyrir Maguire, De Ligt staðið sig að ýmsu leyti ágætlega en í öllum mörkunum hafði vörnin verið galopinn þegar boltinn tapaðist á miðjunni.
Liverpool var farið að slaka á og Rashford átti ágæta sendingu á fjær stöng þar sem Zirkzee stakk sér fram en hitti boltann ekki vel og hann fór framhjá öllu markinu og hinu megin útaf. Rétt á eftir átti Szoboszlai að skora en var alltof lengi að athafna sig í teignum og Mazraoui gat rennt sér fyrir.
Leikurinn var að renna út í sandinn, og lítið að gerast en Ten Hag sá ástæðu til að senda Christian Eriksen inná fyrir Zirkzee án þess að það breytti nokkru.
Þetta var skelfilegur dagur á skrifstofunni. Fyrir það fyrsta er Casemiro gjörsamlega búinn og sést ekki aftur, en þó Ugarte muni eitthvað þetta, verður þetta langur og erfiður vetur ef bara hann og Kobbie Mainoo eru almennilegir miðjumenn. Sóknin var hrikaleg i fyrri hálfleik, það var ekki fyrr en í þeim seinni sem Rashford skapaði tvö færi fyrir Zirkzee, það má vona að sá síðarnefndi venjist aðeins enska boltanum. Rasmus Højlund verður svo líklega til núna eftir landsleikjahléið.
Það er erfitt að horfa upp á þetta þar semþað er ekki síður vandamál að liðið virðist ekki geta náð saman. Eins og segir að ofan voru fyrstu mínúturnar góðar en það var algert villuljós. Það var ljóst fyrir að stuðningsmenn myndu ekki gefa Ten Hag mikinn tíma eftir ófarnirnar í fyrra og það eru núna háværar raddir um að reka manninn. Jim Ratcliffe var í stúkunni og leit ekki út fyrir að vera mjög ánægður.
Þetta gæti orðið langur vetur