Við hjá Rauðu djöflunum höfum haldið þessari síðu úti síðan 2012. Við höfum séð ýmislegt með liðinu okkar á þeim tíma og fjöldi pistla á síðunni nálgast nú 1.800 stykki. Við höfum einnig haldið úti hlaðvarpi síðan 2014 og erum við það að detta í 100. þáttinn.
Okkur langar að kanna hvað lesendum okkar finnst um efnið sem við bjóðum upp á og hvernig við gætum gert betur í framtíðinni. Ef þið viljið hjálpa okkur að gera síðuna betri, endilega takið þátt í þessari könnun sem við gerðum. Hún er í lengri kantinum, 30 spurningar, en við erum þakklátir öllum sem gefa okkur tíma í að svara.
Takk takk!
Ritstjórn Rauðu djöflanna.