Slæmar fréttir bárust í hádeginu fyrir leikinn þar sem tilkynt var að þrír úr þjálfarateyminu væru komnir í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19. Þeir ferðuðust ekki með liðinu til Ítalíu og því smitast á Englandi. Þetta kom hins vegar ekki í veg fyrir að leikurinn færi fram. Inn í teymið fyrir leikinn komu Mark Dempsey aðaliðs þjálfari og Nicky Butt þjálfari U-23 liðsins. Ekkert hefur verið tilkynt um líðann þeirra sem eru smitaðir né hverjir það eru.
Það er fátt sem kom á óvart í liðsvali beggja liða. Hjá okkar mönnum kom ögn á óvart að Daniel James myndi byrja þrátt fyrir flotta framviðstöðu í síðasta leik, enda búist við ekki eins opnum leik sem hentar síður fljótfærum dugnaðarforkum. Það var hins vegar ekki raunin. Bruce gerði aðeins eina breytingu frá síðasta leik. Gayle missti sæti sitt yfir til brassanns stóra og stæðilega Joelinton. Hann gæti hafa verið settur inn í liðið til höfuðs Lindelöf sem hefur átt í stökustu vandræðum með stóra og stæðilega framherja líkt og Joelinton er. Annað kom á daginn þar sem Bruce stillti Joelinton úti á vinstri kanti og smá vaxna Almirón fremst.
Lið Manchester United:
Bekkur: Henderson, Tuanzebe, Bailly, Telles, Mata, Williams, Amad, Greenwood, Shoretire
Lið Newcastle:
Fyrri hálfleikur
Þegar leikurinn hófst kom á daginn að Bruce ætlaði ekki að liggja til baka og verjast djúpt líkt og undirritaður hélt. Okkar menn héldu vel í boltann en Newcastle pressuðu vel svo boltinn gekk mest megnis milli manna á okkar eigin vallarhelming. Fyrstu færi leiksins voru öll norðann manna sem urðu ýmist til eftir samskiptaleysi í vörn okkar manna eða eftir föst leikatriði, en ekkert sem olli De Gea erfiðleikum. Það var svo eftir hálftímaleik sem eitthvað gerðist við mark Newcastle. Rashford fékk þá boltann utan á kanti og rikti fram hjá bakverðinum Krafth sem náði honum aftur þegar Rashford var kominn inn í teig. Þá lék Rashford fram hjá honum aftur og skaut föstu skoti á nær stöngina og boltinn saung í netinu. Frábært einstaklingsframtak eftir að það hafi lítið verið að frétta af okkar fremstu mönnum í leiknum.
Það tók Newcastle ekki langann tíma til að jafna leikinn eða um 5 mínútur. Saint-Maximin fékk fyrst fínt færi eftir horn sem De Gea varði aftur í horn. Shelvey tók það horn stutt áður en boltanum var flegnt inn á teiginn. Þar skallaði Maguire boltann frá en ekki lagnt, boltinn féll fyrir Saint-Maximin aftur og nú skaut hann með fyrstu snertingu og hafnaði boltinn í þaknetinu. Eina markverða sem eftir lifði hálfleiksins var skot Fred sem HITTI á markið sem Darlow varði auðveldlega og örlitlar stimpingar milli Bruno og Hayden eftir tæklingu þess síðarnefnda, báðir fengu gult spjald fyrir vikið. Jafnt í hálfleik og greinilegt að smá dofi var yfir liðinu. Hvort það hafi verið vegna hina tíðnefndu fimmtudags leikja þreytu eða COVID truflana í aðdragandanum. Ole þurfti þó að virkja sína leikmenn betur fyrir seinni hálfleikinn sama hver ástæðan gæti verið.
Seinni hálfleikur
Fyrsta færi seinni hálfleiksins féll fyrir Saint-Maximin, aftur eftir að okkar menn skölluðu frá sendingu úr föstu leikatriði, De Gea varði fast skot hans auðveldlega. Eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik kom Daniel James okkar mönnum aftur yfir. Matic fékk þá boltann við vinstra vítateigshornið og reyndi lága sendingu í átt Bruno Fernandes. Bruno náði ekki til boltans en þess í stað flaut hann yfir á walesverjann litla sem var einn á auðum sjó og kom boltanum fram hjá Darlow í markinu. James með sitt annað mark í jafn mörgum leikjum, ákvörðun Ole að halda honum í liðinu borgaði sig.
Klukkutími liðinn og þá sýndi Martial loksins eitthvað af sínum hæfileikum eftir að lítið hafi sést til hans fyrr í leiknum. Hann lék þá fram hjá nokkrum varnarmönnum og skaut úr þröngu færi á markið, sem var varið. Nokkru seinna kom Greenwood inn á fyrir Frakkann. Þeir röndóttu héldu áfram að pressa eftir að hafa lent undir og þá af aðeins meiri ákefð enda mjög mikilvæg stig í fallbaráttuna í boði fyrir þá.
Þegar um korter lifði leiks fengu okkar menn víti eftir að Rashford var felldur inn í teignum. Bruno Fernandes gerði enginn mistök og skoraði örugglega með tilheyrandi hoppi. Harry Maguire fékk tvö ágætis skalla færi eftir horn, annað vel varið og hitt fram hjá. Ekkert mark hjá honum núna ólíkt því sem gerðist í fyrri leik liðana á tímabilinu. Þegar skamt lifði leiks gerði Ole tvöfalda skiptingu þar sem Mata og hinn efnilegi Shoretire komu inn á. Fyrsti leikur Shoretire fyrir aðalliðið staðreynd. Hvorugur gerði nokkuð markvert á þeim stutta tíma sem þeir fengu enda ekkert markvert sem gerðist á þessum mínútum.
Strembinn fyrri hálfleikur en mjög flottur og sannfærandi framviðstaða í þeim síðari. Þrjú mikilvæg stig sem nýtast vel í baráttunni í efsta hluta deildarinnar. Næsti leikur er á fimmtudaginn þar sem Real Sociedad koma á Old Trafford.