De Gea er heima í dag og Bruno á bekknum, en annars er þetta hörkusterkt lið og Amad fær að vera í hóp
Varamenn: Grant, Shaw, Tuanzebe, Shaw, Bruno, James, McTominay, Amad, Cavani
Lið West Ham
Þetta var allt frekar átakalaust fyrstu tíu mínúturnar, West Ham komst varla fram fyrir miðju, og boltinn kom varla inn í teig West Ham.
Loksins komst Martial inn í teiginn og var kominn í færi en Ogbonna komst vel fyrir skotið og vildi ekki betur til en að Martial steig óvart á ökkla Ogbonna og sá síðarnefndi þurfti að fara útaf, Issa Diop kom inn á
Áfram hélt þetta svona, Unitd komst lítt áfram, reyndu einhver vonlaus langskot. Það var loksins á 26. mínútu að hætta skapaðist, Alex Telles tók horn, Lindelöf átti skalla í varnarmann og aðeins frábær skutla Fabianski bjargaði í stöng.
United hélt áfram að reyna að finna glufur en gekk illa og síðustu tíu mínútur hálfleiksins sótti West Ham í sig veðrið og tókst að komast í nokkrar sóknir.
Það var bætt við þremur mínútum aðallega vegna samstuðs Martial og Diop eftir hálftímaleik, og United sótti þann viðbótar tíma en náði ekki að búa til neitt.
Mjög viðburðalaus fyrri hálfleikur og United tókst engan veginn að finna leiðir til að vinna á þéttri vörn West Ham. Diop þurfti að fara útaf í hálfleik, hann skallaði í Martial eftir horn United þarna í fyrri hálfleik og fór sjálfur greinilega ver út úr því. Ryan Fredericks kom inn á. West ham skipti líka Ben Johnson inná fyrir Bowen.
Seinni hálfleikur var varla kominn í gang þegar Yarmolenko reyndi skot, lenti illa og sneri sig. Rétt á eftir lenti hann svo í samstuði við Maguire og endaði á að fara útaf. Ademipo Odubeku kom inn á
Loksins á 53. mínútu kom dauðafæri, eftir fyrirgjöf og framlengingu Rashford var Martial dauðafrír á markteig en tók létt innanfótarskot sem Fabianski blokkaði vel, örlítið þröngt færi en Martial hefði mátt gera betur.
En West Ham tók upp á þeim óskunda að fara að sækja meira og voru um tíma alveg með stjórn á leiknum. Þeim gekk næstum betur að koma boltanum á menn í teignum en færin létu á sér standa.
Sem fyrr var Solskjær ekkert að flýta sér að skipta þó fimm skiptingar séu leyfðar í bikarnum, og reyndar ein að auki ef um höfuðhögg er að ræða eins og í tilviki Diop. Loksins á 73. kom þó skiptingin, Fernandes og McTominay komu inná og Donny van de Beek og Nemanja Matic komu útaf. United var þá komið með eitt sitt sterkasta lið allt inná og sóknir United fóru að þyngjast. Ekkert gerðist þó að ráði. Fjórum mínútum fyrir leikslok kom svo Cavani inná fyrir Greenwood en það hafði engin áhrif.
West Ham átti síðustu ógn venjulegs leiktíma, vann horn en úr því varð ekkert.
Mjög daprar níutíu mínútur, og varla nokkuð sem gerðist merkilegt.
Áður en framlengingin hófst komu Shaw og Williams inn í bakvarðastöðurnar fyrir Telles og Wan-Bissaka.
Það gerðist ekki margt fyrstu mínúturnar, en á þeirri sjöundu sótti West Ham, missti bolltann, United komu í sókn, virtust hafa misst af tækifærinu, West Ham náði ekki að hreinsa nema út í teiginn, þar kom Rashford með bakið í mark, nikkaði boltanum til hliðar og McTominay kom á ferðinni og skoraði með föstu skoti. 1-0 United.
Það gerðist síðan ekkert það sem af var fyrri hálfleik framlengingar, og ekkert í seinni fyrr en að þegar United var í sókn að spila út aukamínútuna komst Martial allt í einu í færi í teignum móti Fabianski, var með varnarmann á sér og skotið engan veginn gott, beint á Fabianski en það var líka það síðasta sem gerðist.
1-0 sigur og United komið áfram og leikur gegn Crystal Palace í mars frestast. Húrra leikjaálag.
Fleira er ekki um leikinn að segja, markið prýðilegt en fáir leikmenn koma frá þessum leik með plús í kladdann.