Liðið var nokkuð viðbúið
Varamenn: Henderson, Telles, Bailly, Tuanzebe, James, Matic, Van de Beek, Greenwood 81′, Martial 37′
Hjá Arsenal vantað Kiernan Tierney og Bukayo Saka
Fyrstu mínútur leiksins sóttu bæði lið nokkuð á án þess að hafa mikið upp úr krafsinu, United voru kannske aðeins meira með boltann en samt ekki þannig að það teldist yfirburðir. Hvorugt lið náði að skapa hættu, sóknir United upp að teignum voru þó skemmtilegri en ekkert sem þurfti að skrá til bókar. Fyrsta hornið kom enda ekki fyrr en á 20. mínútu, boltinn barst til Fred utan teigs sem fékk að skjóta óáreittur en Leno kom bláfingurbroddunum í boltan og stýrði honum framhjá. Úr því horni varð ekkert nema Arsenal sókn sem endaði á skoti Smith Rowe framhjá.
Áfram voru leikmenn beggja liða frekar mistækir, oft eins og einbeitingin væri ekki alveg í lagi, en jafnvel það skapaði ekki færi, frekar að sóknir færust fyrir.
McTominay var búinn að vera að kveinka sér í þó nokkurn tíma og þurfti svo að fara útaf á 37. mínútu. Inn á kom ekki Nemanja Matic ens og mörg hefðu búist við heldur Anthony Martial. United hafði verið þó nokkuð meira með boltann og áætlunin að koma meiri krafti í síðasta þriðjunginn, enda hafði ekkert gerst inni í teig.
Loksins á 43. mínútu kom færi, en Rashford var aðeins of lengi að athafna sig og endaði á að gefa út á Fernandes sem skaut í vörnina en Thomas Partey fór í hann of seint og United fékk aukaspyrnu í vítahálfhringnum. Bruno skaut yfir.
Willian kom inná fyrir Martinelli í hléii og átti að skora með fyrstu snertingu, fékk boltann á auðum sjó á fjær stöng en var alltof lengi að leggja hann fyrir sig og Wan-Bissaka komst fyrir skotið. Arsenal komu mun grimmari úr klefanum og Maguire þurfti að blokka skot Lacazette skömmu síðar.
United tókst samt loksins að drepa þessa sóknartilburði Arsenal og ná aftur tökum á leiknum. Þeir fengu svo frábært færi, Martial og Shaw léku flott inn í teig og Shaw nelgdi fyrir og Cavani skaut framhjá, horn var dæmt en erfitt að sjá hvers vegna.
Aftur snerist leikurinn Arsenal í vil en enn voru leikmönnum mislagðir fætur, sendingar fóru á mótherja og því um líkt.
Arsenal fékk svo sitt færi, Lacazette vann aukaspyrnu rétt við teiginn eftir baráttu við Maguire, tók hana sjálfur og hamraði boltanum í slá. Úr næstu sökn var það svo Smith Rowe sem fékk skotfæri, nelgdi en De Gea varði mjög vel.
United hafði ekki komist á Arsenal þriðjunginn í rúmar fimm mínútur en komst loksins í hraða sókn sem endaði á að Arsenal hreinsaði í horn.
Mun viðburðaríkara fyrsta kortérið í seinni hálfleik en allur fyrri var. Arsenal var svo áfram sterkara liðið og enn sem fyrr var mistækni reglan frekar en undantekningin.
Loksins þegar tíu mínútur voru eftir gerði Solskjær skiptingu. Rashford hafði verið slakur í leiknum og Mason Greenwood kom inn á þó fyrr hefði verið.
Enn á ný fengu Arsenal færi, Pépé með fínt skot úr teignum hægra megin, rétt framhjá fjær. Martin Ödegaard var í öðru sæti í kosningu norska sjónvarpsins um mann leiksins þegar hér var komið sögu og því kominn tími á að hann kæmi inná, fyrir Smith Rowe.
Wan-Bissaka braut klaufalega á Willian á 86. mínútu en Cédric skaut yfir, og hinu megin frékk United svo frábært tækifæri að vinna leikinn, Wan-Bissaka gaf fyrir og Cavani teygði sig í boltann og skaut framhjá, hefði kannske betur látið Martial skjóta sem var alveg í bakinu á Cavani, smá klúður að vera báðir í boltanum.
En leiktíminn rann út án marka, bæði lið geta þakkað fyrir stigið og eins og Gary Neville sagði átti líklega hvorugt liðið sigur skilinn.
Það eru greinileg þreytumerki á liðunum og nóg eftir af tímabilinu. Það verður enn meiri nauðsyn að hvíla menn, en núna taka við tveir hörkuleikir gegn Southampton og Everton sem eiga að vinnast en geta reynst mestu bananahýði.