HM er byrjað og í tilefni þess að í gær var (réttilega að mati þess sem hér skrifar) dæmt brot á Ivica Olić fyrir brot á Júlio César skulum við rifja upp úrslitaleikina í ensku bikarkeppninni 1957 og 1958.
Árið 1957 voru United Englandsmeistarar og ætluðu sér að að verða fyrsta liðið á 20. öldinni til að vinna tvöfalt. En Peter McParland, sóknarmaður Aston Villa hafði aðrar hugmyndir og gerði út um þann draum með skemmtilegu broti á Ray Wood strax á 7. mínútu (eða á 0:43 í myndskeiðinu)