Fyrir leikinn í dag var United búið minnka forystu Chelsea niður í 2 stig. Það var því tækifæri á að setja almennilega pressu á liðin fyrir ofan okkur með góðum sigri í dag. Það var hægt að gera væntingar til þess enda mótherji dagsins verið í basli allt tímabilið og búinn að missa einn einn besta leikmanninn sinn, kantmanninn Ryan Fraser á frjálsa sölu. Liðið á þó möguleika á að bjarga sér frá falli en það verður erfiðara með hverjum leik.
A.F.C. Bournemouth
Djöflavarpið 52.þáttur – Romelu Lukaku vs Robin van Persie
Maggi, Bjössi og Halldór settust niður og fóru yfir leikina gegn West Brom, Bournemouth og undanúrslit bikarsins gegn Tottenham . Einnig svöruðum við spurningum frá ykkur.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: