Janúar er ekki enn búinn þegar þessi orð eru skrifuð sen samt mætum við Wolverhampton Wanderers í þriðja skipti á árinu á morgun. Það er ekki nema von að hér á skerinu hafi verið talað um hinn endalausa janúar.
En það skýrist auðvitað einfaldlega af því að United þurfti tvo leiki til að komast framhjá Wolves í þriðju umferð bikarkeppninnar. Á morgun mætast liðin aftur á Old Trafford, rúmum tveimur vikum eftir sigurinn í aukaleiknum þar. Sá sigur var dýrkeyptur því þegar Ole Gunnar reyndi að vinna leikinn með að setja Marcus Rashford inná gekk hann endanlega frá bakinu á sér og verður frá fram á vor