Nei, Manchester United er ekki að fara á topp úrvalsdeildarinnar á morgun, en liðið fer hins vegar á The Hawthorns á morgun og mætir West Bromwich Albion á vellinum sem er hæst yfir sjávarmáli af ölllum völlum í úrvalsdeildinni, og reyndar allri deildarkeppninni, 168 metra yfir sjávarmáli.
Það er ekki hægt að segja að WBA hafi gengið vel í vetur. Liðið vann fyrstu tvo leikina í ágúst en hefur ekki unnið leik síðan! Átta jafntefli hafa hins vegar gert að verkum að liðið hangir einu sæti fyrir ofan fallsætin, þökk sé markatölu. Tony Pulis var rekinn í nóvember og Alan Pardew ráðinn í staðinn en hann hefur ekki náð að stýra liðinu á sigurbraut. Undir hans stjórn hefur liðið samt ná jafntefli gegn Tottenham og Liverpool og því ekkert hægt að reikna með auðveldum sigri á morgun. Jafnteflið gegn Liverpool hefur eflaust komið liðinu í gott skap og það verður erfitt fyrir United að brjóta liðið niður enda sáum við hvernig gekk móti Bournemouth á miðvikudaginn.