Manchester United lagði Huddersfield Town með tveimur mörkum gegn engu. Það var risa yfirlýsing hjá Mourinho að byrja þennan leik með Paul Pogba á varamannabekknum eftir skelfilega frammistöðu hans gegn Tottenham í miðri viku. Það var ekki eina breytingin sem gerð var á liðinu en Marcus Rojo og Luke Shaw fóru í vörnina í stað þeirra Ashley Young og Phil Jones en sá síðarnefndi var ekki einu sinni í hóp frekar en Ander Herrera. Eins og kom fram þá var Pogba settur á bekkinn en hinn ungi og efnilega Scott McTominay fékk sénsinn en hann er einn af þessum efnilegu strákum sem Mourinho hefur verið að gefa tækifæri í vetur.
Alexis Sanchez
Heimsókn á Wembley
…
“Lads it’s Tottenham” ⚽️ pic.twitter.com/85Qq79TmIJ
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) October 28, 2017
Á morgun, klukkan 20:00, fer José Mourinho með drengina sína, og okkar, í heimsókn á Wembley þar sem þeir munu mæta Harry Kane-liðinu eða Tottenham Hotspur eins og þeir kallast víst í daglegu tali. Að öllu gamni slepptu þá er þetta risa stór leikur og gæti hann haft mikil áhrif á komandi vikur hjá báðum liðum.
Yeovil 0:4 Manchester United
José Mourinho stýrði Manchester United í 100. leiknum sínum í kvöld. Hann á líka afmæli í dag. Og hann var að skrifa undir nýjan samning hjá Manchester United. Svo það var þegar komin þreföld ástæða til að fagna fyrir leik. Þessi leikur var í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar.
Mourinho skellti í þetta byrjunarlið:
Varamenn í kvöld: Pereira, Smalling, Young, Gomes, Lingard, Matic, Lukaku
Djöfullegt lesefni 2018:01 – Alexis Sánchez sérútgáfa
Djöfullegt lesefni hefur setið á hakanum í vetur en í tilefni af kaupunum á Alexis Sánchez er hér nýr pakki
Alexis Sánchez
Miguel Delaney á Independent fer rækilega yfir gang mála í kaupunum á Sánchez (Launin? 300.000 pund á viku).
Kevin Smith á írska Independent gerir það sama og Stephen Hunt á sama blaði fjallar um kaupin að hluta til frá sjónarhóli Henrikh Mkhitaryan.
Manchester Evening News er þokkalega með á nótunum, fjallar um hvernig Sánchez muni koma inn í liðið, hvaða stöðu hann vill spila (vinstra megin eða í 10unni) og tekur saman samfélagsmiðlakveðjur til hans frá leikmönnum.
Alexis Sánchez gengur til liðs við Manchester United *staðfest*
Manchester United hefur gengið frá félagaskiptum Alexis Sánchez frá Arsenal.
Sánchez hefur verið langbesti leikmaður Skyttnanna frá því að hann var keyptur frá Barcelona sumarið 2014 eftir HM í Brasilíu. Sterkur orðrómur er búinn að vera um að þessi öflugi landsliðsmaður Síle myndi ganga til liðs við Josep Guardiola hjá Manchester City en í ekkert varð af þeim kaupum. Samningur Sánchez er til 4½ árs og er samkvæmt sögusögnum ansi ríflegur, enda þarf ekki að greiða Arsenal fyrir hann nema sem nemur matsvirði Henrikh Mkhitaryan, sem er nú líklega í kringum 15 milljónir punda, þar sem um slétt skipti á leikmönnum er að ræða.