Rétt í þessu var staðfest af Manchester United að félagið hefur náð samkomulagi við Benfica um kaup á Victor Lindelöf, sænska landsliðsmanninum. Hann er með sænska landsliðinu nú og leikur gegn Noregi á þriðjudag. Að því loknu kemur hann til Manchester í læknisskoðun og skrifar undir samning. Skv áreiðanlegum blaðamönnum er verðið 35m evra auk aukagreiðslna, eða tæplega 31 milljón punda.
Alvaro Morata
Djöflavarpið 38. þáttur – Alvaro Morata eða Andrea Belotti
Maggi, Halldór, Tryggvi og Björn Friðgeir settust niður og ræddu leikmannaslúður og fréttir því tengdu. Antoine Griezmann, Alvaro Morata og David de Gea voru ræddir ásamt öðrum.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: