Ansi viðburðarríkum rússíbanaglugga er lokið og því er tilvalið að kíkja aðeins á þá leikmenn sem gengu til liðs við Manchester United.
Ander Herrera
LA Galaxy 0:7 Manchester United
Þetta var ekki flókið.
Fyrsta byrjunarlið Louis van Gaal var svona:
Á bekknum voru allir leikmenn sem fóru með í þessa ferð fyrir utan Chicharito sem mætti til leiks á þriðjudaginn.
Ander Herrera – fyrsta púslið í púsluspilinu
Það er 2. september 2013. Síðasti dagur félagsskipta fyrir sumargluggan 2013 er að klárast. Við stuðningsmenn Manchester United erum búnir að bíða allt sumarið eftir (staðfest) merkinu á Ronaldo, Bale, Fabregas, Thiago. Við erum orðin það örvæntingarfull að við vonum innilega að United nái að klára kaupin á Fellaini fyrir miðnætti. Allt í einu koma fregnir að United sé að bjóða í Ander Herrera, ungan spænskan miðjumann Athletic Bilbao. Skyndilega er komin smá spenna í þetta. Eftir að hafa ekki keypt miðjumann frá árinu 2007 erum við kannski að fara að fá tvo miðjumenn. Á SAMA DEGINUM.
Ander Herrera er leikmaður Manchester United (staðfest)
Þegar allir blaðamenn á helstu blöðunum í Englandi koma með nákvæmlega sömu frétt á sama tíma er ljóst að eitthvað er að fara að gerast. Við sáum þetta gerast þegar David Moyes var rekinn og við sáum þetta gerast þegar Louis van Gaal var ráðinn. Við sáum þetta líka í gær þegar Twitter fylltist skyndilega af tístum frá þessum blaðamönnum um að United væri við það að kaupa Ander Herrera, 24 ára gamlan miðvallarleikmann Athletic Bilbao.
Klásúluvesen Herrera
Ekki vorum við fyrr búnir að setja uppfærslu á Fésbókinni um að Herrera væri búinn að skila inn nauðsynlegum skjölum til spænska knattspyrnusambandsins og nú væru aðeins einhver tæknileg mál að tefja sem myndu leysast í dag eða morgun en þetta kom:
Athletic tilkynnti á heimasíðu sinni að þeir hefðu hafnað boði Manchester United í Ander Herrera.
EIns og gefur að skilja logaði Twitter á eftir og skýringarnar eru ýmsar en þó er ljóst að þarna eru nokkur atriði í gangi: