Munið þið eftir Ander Herrera? Ég var næstum búinn að gleyma honum, enda gerði hann lítið hjá Athletic Bilbao í vetur til að minna á sig. Hann var þó fastamaður í liðinu.. En núna fullyrðir spænska blaðið Marca að hann sé búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við United. Þetta verði tilkynnt opinberlega í dag. United á að hafa greitt upp klásúluna góðu upp á 36m. Upphaflega á þetta sér rætur í frétt Cadena Ser útvarpsstöðvarinnar.
Ander Herrera
Leikmannaglugginn 2013 – Woodward-hneykslið
Sem betur fer er alveg hreint stórundarlegum félagaskiptaglugga lokið. Í allt sumar höfum við beðið eftir að félagið léti til sín taka og myndi styrkja liðið fyrir komandi átök. Ekki veitti af. Pressan er gríðarleg á Moyes og góður gluggi hefði auðvelda honum starfið til muna. Menn létu það hinsvegar dragast til allrar mögulegu seinustu stundar að ganga frá einu alvöru kaupum sumarsins. Staðfesting á kaupum United á Marouane Fellaini, miðvallarleikmanni Everton, barst ekki fyrr en eftir lokun gluggans. Ekki það að maður sé ósáttur við kaupin á Fellaini. Hann er akkúrat sá leikmaður sem liðið vantar. Nagli á miðjuna sem gefur okkur vídd inn á vellinum sem okkur hefur alveg skort hingað til.