Djöfullegt lesefni hefur setið á hakanum í vetur en í tilefni af kaupunum á Alexis Sánchez er hér nýr pakki
Alexis Sánchez
Miguel Delaney á Independent fer rækilega yfir gang mála í kaupunum á Sánchez (Launin? 300.000 pund á viku).
Kevin Smith á írska Independent gerir það sama og Stephen Hunt á sama blaði fjallar um kaupin að hluta til frá sjónarhóli Henrikh Mkhitaryan.
Manchester Evening News er þokkalega með á nótunum, fjallar um hvernig Sánchez muni koma inn í liðið, hvaða stöðu hann vill spila (vinstra megin eða í 10unni) og tekur saman samfélagsmiðlakveðjur til hans frá leikmönnum.