Þá er komið að því gott fólk. Fjórða umferð FA bikarkeppninnar er mætt með hnúajárnin og hafnaboltakylfurnar á gólfteppið okkar. Það er nefnilega stórleikur í vændum hjá okkur er hinir fornu fjendur og nágrannar United, Wigan Athletic, heimsækja Old Trafford í sannkölluðum hörkugrannaslag! Af öðrum leikjum í þessari umferð má í raun segja að eini leikurinn sem gæti verið eitthvað smá spennandi, fyrir utan stórleikinn sem er til umræðu hér, er viðureign Arsenal gegn Southampton. Rest er frekar miðlungs.
Anthony Martial
Manchester United 4:0 Reading
José Mourinho stillti upp sterku liði gegn Reading í dag. Ander Herrera og David de Gea fengu hvíld í dag ásamt þeim Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba en þeir tveir síðastnefndu sátu þó á bekknum.
Varamenn: Joel Pereira, Fosu-Mensah, Jones, Schweinsteiger, Mkhitaryan, Pogba, Ibrahimovic
Leikurinn
Fyrir þennan leik voru margir spenntir fyrir því að sjá Jaap Stam aftur á Old Trafford eftir rúmlega 15 ára hlé. Reading hafa verið áhugaverðir eftir að hann tók við liðinu. Liðið er nálægt toppnum og hafa unnið fullt að leikjum. Sumir leikir hafa þó tapast og þegar þeir tapast þá er það yfirleitt stórt.
Manchester United 2:1 Middlesbrough
Það kom á óvart að Mourinho skipti út báðum miðvörðunum sem hafa unnið svo vel saman undanfarið og setti Smalling og Bailly inn. Carrick er víst eitthvað lítillega veikur og uppáhalds Belginn okkar allra kom inn í liðið.
Varamenn: Sergio Romero, Marcos Rojo, Schweinsteiger, Mata, Lingard, Rashford
Lið Middlesbrough var með einn fyrrum United mann í byrjunarliði en Fábio þurfti að verma bekkinn.
Manchester United 4:1 West Ham United
Eftir frústrerandi vikur í deildinni var kominn að öðrum leik í miðri viku, öðrum leik í annarri keppni. Mourinho fékk þær fréttir seinni partinn á leikdegi að hann fengi einn leik í bann eftir brúsasparkið og tæki bannið út í þessum leik. Það stoppaði hann þó ekki í að tefla fram sterku byrjunarliði í leiknum.
Henrikh Mkhitaryan var aftur kominn í byrjunarliðið, sem og Martial og Wayne Rooney. Carrick hafði jafnað sig af meiðslunum svo það kom ekki til þess að Bastian Schweinsteiger byrjaði leikinn. Þjóðverjinn var þó til taks á bekknum.
Myndasyrpa úr fyrsta leik Paul Pogba
Paul Pogba lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í rúm fjögur ár á föstudagsköldinu síðastliðnu. Það væri hægt að tala um að virkilega góð stemmning hafi verið á vellinum en samkvæmt fólki á vellinum var þetta háværasti leikur sem margir muna eftir.
Ég tók mig saman og týndi saman nokkrar myndir frá þessari sérstöku kvöldstund þar sem aðdáendur Manchester United um allan heim samglöddust yfir því að fá týnda soninn heim.