Liðið sem Ole Gunnar stillti upp var mjög sterkt, aðeins Mason Greenwood af unglingunum var í byrjunarliði. Staðan í riðlinum var enda þannig að sigur myndi tryggja United áfram þar sem innbyrðisviðureignir við Partizan gilda ef liðin verða jöfn að stigum.
Varamenn: Grant, Jones, Williams, Pereira, Garner, James, Lingard
Lið Partizan leit svona út:
Það var hasar fyrstu mínúturnar, á annarri mínútu setti Martial boltann í netið eftir frábæran undirbúning Marcus Rashford en Martial var illa rangstæður. Tveimur mínútum síðar kom stunga hinu megin á Natcho sem vippaði frábærlega yfir Sergio Romero, en hann var líka rangstæður, vel sloppið þar. Tveimur mínútum eftir ÞAÐ kom United í sókn, fyrirgjöf Wan-Bissaka fór í varnarmann og út á Rashford sem skaut framhjá! Hefði átt að gera betur þar.