Stærsta verkefnið sem Ole Gunnar Solskjær stendur frammi fyrir nú er einfalt: Að koma liði Manchester United niður á jörðina eftir eitt stórfenglegasta kvöld United í Evrópukeppni. Það er annað mál hvort stuðningsmenn verða komnir þangað, en það skiptir minna máli.
Það er hins vegar klárt mál að leikmenn United hlýtur að líða eins og þeir séu ósigranlegir, að fara til Parísar og koma heim með 3-1 sigur mun gefa þeim þann kraft sem þarf til að fara á Emirates á morgun og gera það sem þarf til að koma í veg fyrir að Arsenal komist aftur upp í fjórða sætið, og helst að leika eftir sigurinn í bikarleiknum um daginn.