Eftir langar og strangar samningaviðræður sem hafa án efa staðið yfir í að minnsta kosti ár, ef ekki tvö er kominn sigurvegari í kapphlaupinu mikla um að fá að sníða treyjur á besta félagslið Englands.
Eftir að núverandi klæðskeri Manchester United, Nike, tilkynnti í síðustu viku að þeir hefðu ekki áhuga á að semja við United um þær upphæðir sem United krefðist lá fyrir að tvö fyrirtæki væru um hituna. Bandaríski nýgræðingurinn Warrior sem er þekkt fyrir… nýstárlegar… treyjur sem þeir hafa verið að hanna fyrir Liverpool, og adidas.