Manchester United á mánudagsleik í þessari umferð gegn öðru liði sem hefur átt gloppótta byrjun á leiktíðinni. Arsenal kemur í heimsókn með það á bakinu að hafa fengið á sig næstflest skot allra liða í úrvalsdeildinni. Þeir voru þó í fjórða sæti þegar þessi umferð hófst og vilja líklega gjarnan halda því sæti áfram. Okkar menn þurfa á sigri að halda af mörgum ástæðum, ekki síst fyrir sjálfstraustið og til að halda áfram að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Arsenal
Arsenal 1-3 Manchester United
Ef þessi sami bikarleikur hefði verið settur á fyrir 6 vikum síðan þá hefði maður líklega upplifað miklu meira stress en spennu fyrir leik og sennilega óskað eftir því að skemmtanastigið í leiknum yrði við frostmark því þar lægju helst möguleikar Manchester United til að fá eitthvað út úr þessum leik. Ó, hve mikil breyting hefur orðið á ekki lengri tíma. Núna beið undirritaður óþreyjufullur alla vikuna eftir leiknum, hlakkaði mikið til að sjá hvernig liðið yrði og var verulega bjartsýnn bæði á að leikurinn gæti orðið skemmtilegur áhorfs og að það myndi einmitt þýða að Manchester United ætti góðan séns á að halda sigurgöngu sinni áfram. Enda gekk það líka eftir!
Stórleikur í bikarnum
Eins og við fórum yfir í nýjasta þættinum af Djöflavarpinu, sem kom út í byrjun vikunnar, þá hefur liðinu okkar gengið helvíti vel síðasta mánuð. Gengið hefur verið fullkomið hvað úrslit snertir, sjö sigrar í sjö leikjum. Raunar er það svo að strákarnir hans Solskjærs hafa ekki einu sinni lent undir síðan hann tók við liðinu. Aðeins einu sinni hefur liðið haldið inn í leikhlé án þess að hafa náð forskoti. United hefur unnið 10 hálfleika af 14 síðan Norðmaðurinn fljúgandi tók við liðinu, seinni hálfleikurinn gegn Brighton er eini hálfleikurinn sem liðið hefur tapað síðan stjóraskiptin áttu sér stað, rétt eftir miðjan desember. Liðið hefur líka komið sér aftur í bullandi Meistaradeildarsætisbaráttu í deildinni og er komið í 4. umferð enska bikarsins þar sem andstæðingurinn er einn af hörðustu erkifjendum okkar manna frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Það verður alvöru áskorun að takast á við Arsenal á erfiðum útivelli. Við hljótum að hlakka til að sjá hvað Solskjær og þjálfarateymið ætla að bjóða okkur upp á í þeim leik.
Djöflavarpið 56.þáttur – Mun José klára tímabilið?
Maggi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir spána fyrir tímabilið, ræddu aðeins um liðin í kringum okkur. Einnig var farið í gott spjall um stjórann og af hverju það mistókst að styrkja liðið eins og José vildi.
Einnig viljum við heyra ykkar álit þannig að endilega kommentið við þessa færslu.
Minnum á upphitunina fyrir Fulham leikinn í kvöld!
Leiðrétt stöðutafla
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 2:1 Arsenal
Fyrir leikinn í dag var Sir Alex Ferguson mættur á hliðarlínuna til að gefa Arsène Wenger kveðjugjöf og virðingarvott frá Manchester United. Fallegt að sjá það. Það var eitthvað við það að sjá þrjá bestu knattspyrnustjóra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar stilla sér upp saman, brosa og skiptast á léttu spjalli. Það hefur nú ekki alltaf verið svona létt á milli þessara þriggja stjóra.