View image | gettyimages.com
Miðjumaðurinn og fyrirliði þýska landsliðsins Bastian Schweinsteiger er á leiðinni til Manchester United samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Þýskalandi. Hann hefur verið orðaður við United frá því í vor og nú lítur allt út fyrir að félagaskiptin séu að verða að veruleika.
Schweinsteiger hefur leikið 111 landsleiki fyrir Þjóðverja ásamt því að vinna allt sem er hægt er að vinna með Bayern München. Þannig að þarna er á ferðinni maður sem er mikill leiðtogi og er einnig mikill sigurvegari.