Eftir langa og stranga baráttu við kanarífuglana í austurhlutanum á laugardaginn var er United komið áfram í undanúrslit bikarsins ásamt Manchester City, Arsenal og Chelsea.
United munu þar etja kappi við Chelsea og vonast til að vinna á í fjórða sinn á leiktíðinni en Chelsea telfdi fram mikið breyttu liði, rétt eins og United, þegar þeir báru sigur út býtum gegn Leicester City á meðan United þurfti framlengingu og mark frá Harry Maguire til að komast í undanúrslitin.