Það fer að líða að jólum og eins og alltaf er góð törn í ensku knattspyrnunni þá og hefst á morgun þegar botnlið Watford kemur í heimsókn á Old Trafford tekur á móti okkar mönnum. Eins og svo oft áður kom slæmur leikur í kjölfar góðra og jafnteflið gegn Everton þýddi að liði er ekki eins nálægt fjórða sætinu og ella. Á morgun mætast Tottenham og Chelsea þannig að sigur United á Watford kemur liðinu algjörlega í baráttuna, ekki síst ef Chelsea vinnur ekki
En það er orðið langt síðan að við fórum inn í leik gegn botnliðinu á Old Trafford algerlega fullviss um að sigurinn væri formsatriði. United á að vinna þennan leik á morgun en það er stórhættulegt að gera ráð fyrir að sú verði raunin
Brandon Williams
Nýliðar Norwich sóttir heim
Eftir fyrsta útisigurinn síðan kvöldið góða í París er United aftur á útivelli og nú eru það nýliðar Norwich sem verða heimsóttir.
Vandamálið er samt augljóst þegar úrslitin í haust eru skoruð: United virðist fyrirmunað að skora fleiri en eitt mark í leik. Þegar Ole tók við og fram að leiknum í París var bent á að United væri að nýta færi sín betur en búast mætti við, skoruð mörk voru mun fleiri en vænt mörk (xG) en þetta tímabil hefur það verið að snúast við og nú er svo komið að United er ekki að skora eins mikið og búast mætti við.
Bikarævintýri eða bikarOUT?
Ný vika – Ný áskorun
Eftir hreint út sagt hroðalega frammistöðu um síðustu helgi í deildinni er komið að fyrsta leik Manchester United í Carabao bikarnum. Deildarbikarnum fylgja yfirleitt óvænt úrslit og mikil dramatík en keppnin er gjarnan nýtt af stóru liðunum til að leyfa ungu og efnilegu pjökkunum að spreyta sig á erfiðari andstæðingum en þeir eru vanir.
United hefur hins vegar flesta sína ungu og efnilegu leikmenn í hópnum nú þegar og þeir byrja ekki inn á í leikjum, verma þeir bekkinn. Hópurinn er einfaldlega það þunnur að við megu ekki við því að fá fleiri á meiðslalistann og ungu leikmennirnir þurfa að vera klárir í deildarleiki.
Dýrlingarnir taka á móti djöflunum
Eftir þá rússíbanaferð sem sumarglugginn bauð okkur upp á þar sem United virtist vera á höttunum eftir öðrum hverjum leikmanni Evrópu og undirbúningstímabil með sex sigrum í jafnmörgum leikjum og markatöluna 12-3 voru jafnvel svartsýnustu stuðningsmenn United tilbúnir til að gefa Ole Gunnar Soskjær og liðinu svigrúm til að sýna hvað í því býr.
Leikarnir hófust á Old Trafford, sem kannski mun bera annað nafn í framtíðinni en það er saga fyrir annan dag, þar sem United tók á móti Chelsea í fyrsta stórleik tímabilsins. Þar mættust tvö áþekka lið sem bæði eru að ganga í gegnum ákveðið skeið breytinga með gamlar kempur við stjórnvölinn.