United spilar klukkan 14:00 á morgun sinn þriðja leik á sex dögum. Gengið í þessum leikjum hefur verið afskaplega sveiflukennt. Liðið vann góðan og sannfærandi 4-1 sigur á Fenerbahce þar sem liðið hefði getað og jafnvel átt að skora fleiri mörk. Næsti leikur þar á eftir var 4:0 lestarslysið gegn Chelsea á Stamford Bridge. Eðlilega voru margir þá stressaðir fyrir næsta leik sem var heimaleikur gegn City í EFL bikarnum en liðið átti fína kafla í þeim leik og vann sanngjarnan 1:0 sigur.
Burnley
Manchester Utd 3:1 Burnley
Manchester United átti hrikalega slakan leik í kvöld en unnu samt einhvern veginn 3:1 og eru þriðja sæti, fimm stigum á eftir City. Næstu þrír leikir í deildinni eru útileikur gegn Swansea, Sunderland á Old Trafford og svo heimsókn á St James’ Park. Það er algjört lykilatriði að fá hámarksstig úr þessum leikjum. Eftir þá hefst stórleikjahrina þar sem vonandi verði komið á gott skrið.
Byrjunarliðið gegn Burnley
Athyglisvert lið sem hér er stillt upp. Miðja og sókn er óbreytt frá því sem var á sunnudag en ef eitthvað er að marka hvernig United tístir liðsröðinni, og það er það oft, þá gæti þetta litið svona út:
Varamenn: Valdes, Smalling, Valencia, Fellaini, Herrera, Mata, Wilson
Burnley heimsækir Old Trafford í kvöld
Eftir úrslitin í gær verða United nauðsynlega að fá þrjú stig í kvöld.
Eftir 2-1 sigur Arsenal á Leicester þá eru þeir komnir uppfyrir okkur í töflunni. Á sama tíma sigraði Liverpool Tottenham 3-2 og eru nú aðeins tveimur stigum frá United en Tottenham aðeins einu. Liðin hafa þó leikið leik meira þannig að sigur gegn fallbaráttu liði Burnley myndi gera heilmikið.
Burnley 0:0 Manchester United
Þar sem þessi leikur var í samkeppni við málningu að þorna um hvort væri leiðinlegra ætla ég bara að koma með nokkra punkta um leikinn í dag og liðið almennt.
#454369042 / gettyimages.com- Ángel Di Maria leit vel út og það verður ennþá skemmtilegra að sjá hann þegar sterkasta lið verður veljanlegt.
- Darren greyið Fletcher er ekki að eiga góða leiki. En til að vera sanngjarn þá er alltof mikið lagt á hann sem eina leikhæfa djúpa miðjumann liðsins.
- Mér fannst Ashley Young ágætur í dag og framan af leik var hann einn af þeim sem virkilega reyndi eitthvað og hefði í rauninni átt að fá amk eina vítaspyrnu í leiknum.
- Mikið svakalega eiga Mata, van Persie og Rooney illa saman. Van Persie virkaði stirður, Rooney var ósýnilegur og Mata átti einn slappasta leik sinn fyrir Man Utd.
- Vörnin var virkilega óstyrk í dag, sérstaklega framan af leik. Jonny Evans á sínum degi er fínn hafsent en hann verður að hafa leiðtoga með sér í vörninni. Tyler Blackett sem er minnst reyndur af miðvörðunum hefur leikið ágætlega það sem af er.
- Langaði gráta þegar Anderson kom inná fyrir Di Maria.
- Antonio Valencia var enn og aftur skelfilegur. Fyrirgjafirnar gætu ekki verið verri þó hann væri með bundið fyrir augun.
- David de Gea var mjög traustur í dag og þurfti að spila sem sweeper-keeper framan af leik þegar vörnin var hvað lekust.
- Spilið og flæðið í liðinu bættist enn og aftur með innkomu Danny Welbeck.
Maður leiksins að mínu mati var:
Liðið sem hóf leikinn í dag
Bekkurinn: Januzaj (Mata ’87), Hernandez, Welbeck (van Persie ’73), James, M. Keane, Anderson (Di Maria 70′), Amos