Byrjunalið kvöldsins kom frekar mikið á óvart. United þurfti einungis stig frá þessum leik og ákvað Solskjær að stilla upp mjög „varnarsinnuðu“ liði með þrjá miðverði og og tvo djúpa miðjumenn fyrir framan. Sóknarlega kom ekki annað til greina en að velja Rashford og Greenwood vegna meiðsla Cavani og Martial. Pogba og Van de Beek voru báðir settir á bekkinn og greinilegt var að Bruno Fernandes átti að sjá um að skapa í þessum leik. Miðað við taktíkina var líklegast að pælingin væri að finna Greenwood og Rashford í skyndisóknum. Umboðsmaður Pogba fór enn og aftur að tjá sig um málefni Frakkans og ekki útilokað að það hafi orsakað bekkjarsetuna í þessum leik. Dýrt spaug ef reynist rétt.
Byrjunarlið
Paul Pogba snýr aftur í byrjunarliðið
José Mourinho hefur svarað kalli stuðningsmanna Manchester United. Byrjunarlið dagsins er sóknarsinnað svo ekki sé meira sagt.
Paul Pogba kemur aftur inn í liðið á meðan þeir Marcus Rashford, Anthony Martial og Romelu Lukaki byrja sem fremstu þrír. Einnig eru Juan Mata og Victor Lindelöf í byrjunarliðinu.
Einnig snúa ZLATAN IBRAHIMOVIC og Marcos Rojo aftur í leikmannahópinn en þeir byrja leikinn á bekknum.