Á fimmtudaginn síðasta fór United örugglega áfram í Evrópudeildinni eftir 5-0 heimasigur gegn Club Brugge, þar sem miðja United fór á kostum. Í gær var svo dregið í 16 liða úrslit og ljóst að topplið austurísku deildarinnar, LASK, verða mótherjar okkar þar.
En viðureign helgarinnar verður að öllum líkindum erfiðari þar sem Everton, sem hefur verið á fljúgandi siglingu undanfarið, tekur á móti okkar mönnum. Fyrir leikinn er United í fimmta sætinu með 41 stig á meðan Everton situr í 11. sætinu með 36 stig.