Dregið hefur verið í undanúrslit Evrópudeildarinnar, United mætir Celta de Vigo!
Leikirnir fara fram 4. og 11. maí og United verður á heimavelli í seinni leiknum!
Celta er núna í 10. sæti spænsku deildarinnar en varð í 6. sæti í fyrra
Celta varð í öðru sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni í haust, en hefur síðan slegið út Shakhtar 2-1, Krasnodar 4-1 , og Genk 4-3. Þetta er besta frammistaða þeirra í Evrópukeppni til þessa.