Jæja, það er stutt í mót og enn bólar ekkert á nýjum leikmönnum. Það er þó ýmislegt að frétta og ég ætla að fara yfir það helsta:
Wayne Rooney skoraði í æfingaleik gegn Real Betis sem fór fram á æfingarsvæði United bakvið luktar dyr. Hann er þó ekki hluti af hópnum sem fór til Svíþjóðar til að spila gegn AIK á morgun. Ástæðan ku vera samkvæmt blaðamönnum axlarmeiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn Betis. Í gær á United að hafa hafnað 25 milljón punda tilboði í hann frá Chelsea og fréttamiðlar í Bretlandi keppast nú við að greina frá því að Rooney vilji fara og sé í þann mund að gefa út yfirlýsingu þess efnis. Kannski eru axlarmeiðslin tilkominn vegna þess? Við fylgjumst með þessu