Í dag tók Manchester United á móti Warren Joyce og strákunum hans í Wigan Athletic. Enginn var viss um hvernig Mourinho myndi stilla upp liðinu í dag en hann var þó búinn að gefa það út að Romero, Martial og Rooney myndu spila. Hann ákvað að koma okkur meira á óvart með því að bjóða einnig Luke Shaw, Fosu Mensah og þýska kyntröllinu Bastian Schweinsteiger í byrjunarliðið. Að auki stillti hann Martial sem fremsta manni með Mkhitaryan og Mata á köntunum.
Chris Smalling
Chris Smalling er leikmaður októbermánaðar
Heyrðu, við steingleymdum að tilkynna um leikmann októbermánaðar. Það tilkynnist hér með og valið þarf líklega ekki að koma neinum einasta United-manni á óvart:
View image | gettyimages.comCHRIS ‘MIKE’ SMALLING
Að öllum ólöstuðum er algjörlega óhætt að fullyrða að Chris Smalling hefur verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu. Hann á einna stæstan þátt í því að liðið hefur haldið hreinu síðustu 55 þúsund mínútur eða hvað þetta nú er.
Hver er leikmaður septembermánaðar?
Septembermánuður var að mörgu leyti ágætur fyrir United. Liðið spilaði sex leiki og vann fimm af þeim og í fyrsta sinn í langan tíma er Manchester United á toppi deildarinnar!
Leikirnir í september
- Manchester United – Liverpool: 3-1
- PSV – Manchester United: 2-1
- Southampton – Manchester United: 2-3
- Manchester United – Ipswich: 3-0
- Manchester United – Sunderland: 3-0
- Manchester United – Wolfsburg: 2-1
Leikmennirnir sem tilnefndir eru
David de Gea hefur komið frábærlega inn í þetta eftir að hann krotaði undir nýjan samning í september. Hann spilaði alla leiki liðsins í september og var eins og eðlilegt er orðið, frábær í þeim öllum. Var hann í sérstaklega góðu formi gegn Southampton og varði einnig vel gegn Liverpool.
Chris Smalling er leikmaður ágústmánaðar
Það voru varnarmenn sem röðuðu sér upp í þrjú efstu sætin í kosningu á leikmanni mánaðarins. Ekki skrýtið þar sem varnarleikur liðsins hefur verið töluvert betri en sóknarleikur liðsins það sem af er móti. Það var svo Chris ‘Mike’ Smalling sem stóð uppi sem sigurvegari í kosningunni og hefur því verðskuldað verið krýndur sem leikmaður ágústmánaðar að mati lesenda Rauðu djöflanna!
Hver er leikmaður ágústmánaðar?
Við á ritstjórn Rauðu djöflanna höfum ákveðið að endurvekja þennan gamla lið á síðunni. Leikmaður mánaðarins var í fríi á síðasta tímabili en hefur ákveðið að snúa aftur.
Ritstjórn hefur tilnefnt fjóra leikmenn sem hafa staðið uppúr að okkar mati.
Varnarmennirnir Matteo Darmian, Luke Shaw og Chris Smalling hafa staðið sig frábærlega hingað til og verið mjög traustir. Svo hafa þeir Shaw og Darmian verið duglegir að sækja upp kantana.