Manchester United hélt til Belgíu í kvöld þar sem fram fór fyrri viðureignin við Club Brugge KV í Evrópudeildinni. Eftir mjög sterkan útisigur á mánudaginn gegn Chelsea var röðin komin að Evrópuferðalagi á nýjan leik. Club Brugge eru efstir í belgísku deildinni en þeir féllu úr leik úr Meistaradeildinni eftir að hafa verið með PSG, Real Madrid og Galatasary í riðli.
Ole Gunnar Solskjær gerði sex breytingar frá uppstillingu sinni á mánudaginn enda stutt á milli leikjanna og sömuleiðis stutt í næsta deildarleik, sem er á sunnudaginn gegn Watford. Lið United var :