Þótt það sé komið að tveggja mánaða pásu í Evrópudeildinni og deildarbikarinn haldi ekki áfram fyrr en í janúar þá er kominn desember og því halda áfram að hrúgast inn leikir. Að þessu sinni er komið að deildarleik í miðri viku þegar Manchester United heldur í ferðalag til höfuðborgarinnar og mætir þar Alan Pardew og heimamönnum í Crystal Palace. Síðast þegar þessi lið mættust endaði það með því að Manchester United vann bikar. Það var líka síðasti leikurinn undir stjórn Louis van Gaal. En nú er það nýr leikur á nýju tímabili og við höfum nýjan stjóra.
Crystal Palace
BIKARMEISTARAR: Manchester United 2:1 Crystal Palace
Lið United hafði verið spáð fyrir leikinn, Cameron Borthwick-Jackson komst ekki í hóp en Marcos Rojo byrjaði í stað hans
Varamenn: Romero, Darmian, Jones, Schneiderlin, Herrera, Young, Lingard
Lið Palace er með einni breytingu frá því sem spáð var, James McArthur í stað Puncheon
Varamenn: Speroni, Kelly, Mariappa, Sako, Puncheon, Gayle, Adebayor.
Þessi fyrsti bikarúrslitaleikur United í níu ár byrjaði með.því að United hélt boltanum, engum á óvart, fyrsta hornið kom á sjöttu mínútu en ekkert varð úr því. United pressaði síðan nokkuð áfram, fékk horn og fleira, en fékk ekki færi að ráði.
Bikarúrslit á Wembley
Loksins er komið að því. Dagurinn þegar við reynum að gleyma öllu veseni vetrarins, setjum allar vangaveltur um ráðningarmál og leikmannakaup til hliðar, þó ekki nema næsta sólarhringinn eða svo (já, þrátt fyrir fyrirsagnir í morgun) og einbeitum okkur að því að styðja okkar menn til sigurs í tólfta skipti í ensku bikarkeppninni.
Við fórum yfir ellefu sæta sigra á miðvikudaginn, og þó að mörg, ef ekki öll, okkar mundu, ef beitt er ísköldu mati 21. aldar knattspyrnu, frekar vilja vinna Wenger bikarinn og komast í Meistaradeildina þá munu öll okkar fagna vel og innilega annað kvöld ef þetta tímabil endar með því að við jöfnum Arsenal í fjölda bikarsigra. Á morgun skiljum við eftir vonbrigðin, þau eru hvort sem er að baki, og vonumst eftir indælum sigri í elstu knattspyrnukeppni heims.
Manchester United 2:0 Crystal Palace
Nokkuð þægilegur 2-0 sigur á Crystal Palace í kvöld.
Liðið sem hóf leik var eftirfarandi;
Bekkurinn; Romero, Fosu-Mensah, Rojo, Young, Fellaini (’77), Herrera (’71) og Memphis (´64 mín).
Það fyrsta sem maður tók eftir þegar leikurinn byrjaði var að stúkan var hálftóm. Að sama skapi var augljóst að Morgan Schneiderlin var í rauninni eini djúpi miðjumaður United í fyrri hálfleik. Fyrir framan hann voru svo Juan Mata og Wayne Rooney, á vængjunum voru svo Anthony Martial og Jesse Lingard.
Crystal Palace kemur í heimsókn
Á morgun koma lærisveinar Alan Pardews í heimsókn á Old Trafford.
Í mjög stuttu máli þá er þetta frekar einfalt, til að halda draumnum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili þá þarf leikurinn á morgun að vinnast. Mjög einfalt.
En við skulum þó aðeins fara ofan í saumana hérna.
Crystal Palace
Eftir að hafa gert 0-0 jafntelfi við okkar menn í lok október þar sem þeir voru almennt á fínu róli þá fór allt til fjandans og er Crystal Palace búið að sogast niður í fallbaráttu. Þeir eru þó níu stigum frá fallsæti svo þeir hafa eflaust ekki of miklar áhyggjur af því að spila í Championship deildinni á næsta ári.