Enn eitt 0-0 jafntefli staðreynd í dag gegn annars spræku Crystal Palace liði, þetta er þriðja 0-0 jafnteflið í röð en ansi frábrugðið því fyrsta gegn Man City á Old Trafford. Þar var ákveðinn kraftur í liðinu, menn voru skipulagðir og duglegir í að loka á andstæðinginn. Vissulega var sóknaleikurinn ekkert sérlega glæsilegur þá, en það var nú mest megnis góðri vörn Man City að þakka. Í dag aftur á móti var heldur dapurlegra að horfa á liðið. Crystal Palace eru með asskoti gott lið, sérstaklega fram á við, en þeir eru langt frá því að vera með sterka varnarlínu. Í dag hinsvegar reyndi nákvmælega ekkert á vörn Palace því sóknarleikur United steindrapst um leið og liðið kom fram yfir miðju.
Crystal Palace
Crystal Palace á Selhurst Park á morgun
Það er Lundúnaferð í aðsigi fyrir United leikmenn. Næstu tveir mánuðir eru ef litið er á leikjaprógrammið með áratugafordómum „léttir“, aðeins Chelsea um jólin er leikur sem á að reynast United erfiður en ef nánar er að gáð þá eru ljón á veginum. Liðin í þriðja, fimmta og sjöunda sæti heita núna West Ham, Leicester og Crystal Palace en ekki Manchester City, Arsenal og Liverpool eins og á sama tíma í fyrra.
Crystal Palace 1:2 Manchester United
United vann gríðarlega mikilvægan sigur á Crystal Palace á útivelli í dag, 1-2 urðu lokatölur eftir nokkuð strembinn leik. Fyrir leik bárust þau tíðindi að Angel Di Maria hefði meiðst á æfingu í vikunni og Robin van Persie hefði orðið fórnarlamb hálsbólgunnar sem var að ganga hjá United í vikunni. Það var því ekki mikið svigrúm fyrir breytingar og var eftirfarandi liði stillt upp:
Crystal Palace á Selhurst Park á morgun
Í gær fengum við ansi skemmtileg sprengju þegar tilkynnt var að félagið hefði gengi frá kaupum á Memphis Depay frá PSV. Hann kemur í sumar og það er frábært að sjá hvað menn ætla sér að vera snemma í að ganga frá þessum málum, eitthvað sem menn hafa klárlega lært af síðustu tveimur sumrum. Næsta tímabil er því ofarlega í huga hjá stjórnarmönnum Manchester United en það þarf þó að klára tímabilið sem er í gangi áður en menn missa sig alveg í hugleiðingum um alla titlana sem United ætlar að vinna á næsta tímabili.
Manchester United 1:0 Crystal Palace
Mikið var talað um í aðdraganda leiksins að James Wilson myndi fá tækifæri til að byrja leikinn enda átt hann líflega innkomu í tapinu gegn Manchester City. Það varð ekki raunin. Einnig var talað um fátt annað en meiðsli Marcos Rojo og hvað það myndi þýða fyrir varnaruppstillinguna í leiknum og við myndum lenda í miklum vandræðum þar í dag. Það var heldur ekki raunin.