Eftir svekkjandi tapið gegn Manchester City um síðustu helgi er komið kjörið tækifæri til að komast á nauðsynlegt ‘run’ í deildinni. Næstu fjórir leikir eru gegn Crystal Palace, Arsenal, Hull og Stoke. Krafan hlýtur að vera á 12 stig úr þessum leikjum (Moyes tókst ekki að tapa gegn Arsenal). Ef að markmiðið er meistaradeildarsæti þá þarf liðið að byrja að safna stigum.
Crystal Palace
Crystal Palace 0:2 Manchester United
Í fyrsta skipti í langan tíma sýndu okkar menn ágæta takta í 2-0 sigri á Crystal Palace í Lundúnum í dag. Það var ljóst fyrir leik að Crystal Palace myndi nálgast leikinn með svipuðum hætti og Fulham gerði í byrjun febrúar, með flest alla sína leikmenn fyrir aftan boltann og beita skyndisóknum. Leikmenn United virtust hafa lært af leiknum gegn Fulham að því leiti að í stað þess sækja í gegnum kantana (sem endaði alltaf fyrir fyrirgjöf, eins og við munum öll) þeir létu boltan ganga betur á miðjunni og leituðu frekar eftir „overlap“ hlaupum. Þrátt fyrir að Palace vörðust vel í fyrri hálfleik og United skapaði sér ekki mörg færi, þá tók þetta úr þeim þrótt sem skilaði sér seinna.
Crystal Palace á morgun
Ég verð að viðurkenna að ég hálfpartinn kvíði fyrir því að horfa á leikinn gegn Crystal Palace á morgun. Ég var nokkuð bjartsýnn síðasta vor þegar Moyes var ráðinn knattspyrnustjóri Man Utd. Vissulega bjóst ég við stærra nafni í stólinn en ráðningin olli mér samt engum áhyggjum því stjórn United virtist, loksins, vera tilbúið að henda alvöru fjármunum í leikmannakaup. Moyes hafði sýnt að hann væri nokkuð klókur á þeim markaði og ef hann fengi úr svipuðum fjármunum að moða eins og keppinautar United, þá væri nú spennandi tímar framundan!
Manchester United 2:0 Crystal Palace
United tók á móti Crystal Palace kl 11:45 á Old Trafford í dag í fínum leik. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að United ætlaði að skora mörk í dag er liðið tók öll völd á vellinum sem það hélt út leikinn. Leiknum lauk með tvö núll sigri United sem hefði hæglega getað orðið mun stærri.
Liðið er hægt og rólega að komast í gír og líst mér ágætlega á okkar möguleika þetta árið. Byrjunarliðið var þannig skipað hjá United:
Crystal Palace kemur í heimsókn
Þá er komið að því góðir hlustendur! Nýtt tímabil, nýr stjóri, nýir leikmenn og svo nýr, ferskur og endurnærður Ellioman mættur á svæðið til að tækla það helsta sem viðkemur liðinu með félögum mínum hérna á raududjoflarnir.is. Vinsamlegast festið sætisólarnar því nú hefst fjörið!
Við hefjum þessa umfjöllun með því að athuga það helsta sem hefur gerst síðustu tvær vikur á meðan við biðum eftir endalokum landsleikjabreiksins. Sjáum nú til, hvað hefur gerst? hmm… Jú heyrðu, við keyptum loksins miðjumann! Já, þið heyrðuð rétt. Manchester United keypti miðjumann. Slíkt hefur ekki gerst í háa herrans tíð eða síðan 2007(!) þegar United keypti Owen Hargreaves frá Bayern Munich (verð alltaf leiður þegar hugsa út í hversu góður leikmaður hann hefði getað orðið fyrir liðið ef hann hefði sloppið við meiðsli). United keypti hárfagra naglann frá Everton sem nefndur var Maroune Fellaini. Fyrir þá sem vilja kynnast honum frekar, þá vísa ég ykkur á greinina hans Magga um kappann og fyrir þá sem vilja svo taka þetta skrefinu lengra þá getið þið pælt í leikaðferðum og uppstillingarmöguleikunum sem fylgja þessum kaupum Moyes. Ef þið hafið svo áhuga á því hvernig okkar mönnum gekk í landsleikjabreikinu, skoðið þá þess grein og einnig þessa hér.