Þá er komið að lokaleik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Síðustu leikir hafa verið mjög daprir en stjórinn hefur verið að rótera liðinu mikið og aðalmálið virðist að halda mönnum ómeiddum fyrir leikinn sem skiptir öllu fyrir tímabilið. Þrátt fyrir framfarir í spilamennsku frá stjórnartíð Louis van Gaal þá hefur það því miður ekki skilað stigum á töfluna og slök nýting á sóknarfærum stærsti höfuðverkurinn. Liðið getur varist vel og hefur ekki verið að fá á sig mikið af mörkum. Spilið hefur oft verið gott og liðið getað haldið boltanum nema þegar spilað er án Paul Pogba.
David de Gea
Tottenham Hotspur 2:1 Manchester United
Þegar liðið var birt voru flest frekar ringluð, einhvers konar uppstilling með þremur miðvörðum og Rooney og Carrick á miðjunni. En í staðinn var þetta um það bil svona
Varamenn voru: S.Romero, Darmian, Mitchell, Ander Herrera(61′), McTominay, Mkhitaryan(61′), Rashford (73′), Demetri Mitchell að fá sitt fyrsta tækifæri á bekknum.
Lið Tottenham var svona
Leikurinn byrjaði frekar rólega þó að stuðningsmenn Tottenham væru í svakalegu stuði frá því löngu fyrir leik og það tók ekki langan tíma að gleðja þá. Davies fékk boltann eftir horn, sendi inn á teiginn og þar var Victor Wanyama alveg óvaldaður, aðallega vegna slakrar staðsetningar Rooney, og skallaði auðveldlega í netið af markteig.
BIKARMEISTARAR: Manchester United 2:1 Crystal Palace
Lið United hafði verið spáð fyrir leikinn, Cameron Borthwick-Jackson komst ekki í hóp en Marcos Rojo byrjaði í stað hans
Varamenn: Romero, Darmian, Jones, Schneiderlin, Herrera, Young, Lingard
Lið Palace er með einni breytingu frá því sem spáð var, James McArthur í stað Puncheon
Varamenn: Speroni, Kelly, Mariappa, Sako, Puncheon, Gayle, Adebayor.
Þessi fyrsti bikarúrslitaleikur United í níu ár byrjaði með.því að United hélt boltanum, engum á óvart, fyrsta hornið kom á sjöttu mínútu en ekkert varð úr því. United pressaði síðan nokkuð áfram, fékk horn og fleira, en fékk ekki færi að ráði.
United verður að vinna í Norwich
Eftir jafnteflið gegn Leicester City var stuðningsfólk Manchester United orðið ansi svartsýnt á að liðið næði í Meistaradeildarsæti. Sá leikur eins og margir í vetur bauð upp á svarta og hvíta frammistöðu. Fínni frammistöðu í fyrri hálfleiknum var fylgt á eftir með frekar dapurri. Maroune „Elbows McGee“ Fellaini tókst að láta dæma sig í bann í kjölfarið á nokkrum ágætum frammistöðum í undanförnum leikjum. En eftir mikla hjálp frá Southampton sem gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Manchester City þá er þetta allt í einu orðinn möguleiki aftur. Með sigri gegn Norwich þá myndi United vera 4 stigum á eftir Arsenal og 1 stigi á eftir City en þau eiga innbyrðisleik á sunnudaginn. Manchester City er orðið mjög tæpt á sætinu og mega alls ekki við að tapa gegn Arsenal og varla gera jafntefli því þá mun Evrópadeildarsætið blasa við. United gæti verið komið í bísna góða stöðu eftir helgina svo framarlega að liðið skili sínu. Svo væri mjög sætt að hefna fyrir tapið gegn Norwich á Old Trafford.
Hver er leikmaður septembermánaðar?
Septembermánuður var að mörgu leyti ágætur fyrir United. Liðið spilaði sex leiki og vann fimm af þeim og í fyrsta sinn í langan tíma er Manchester United á toppi deildarinnar!
Leikirnir í september
- Manchester United – Liverpool: 3-1
- PSV – Manchester United: 2-1
- Southampton – Manchester United: 2-3
- Manchester United – Ipswich: 3-0
- Manchester United – Sunderland: 3-0
- Manchester United – Wolfsburg: 2-1
Leikmennirnir sem tilnefndir eru
David de Gea hefur komið frábærlega inn í þetta eftir að hann krotaði undir nýjan samning í september. Hann spilaði alla leiki liðsins í september og var eins og eðlilegt er orðið, frábær í þeim öllum. Var hann í sérstaklega góðu formi gegn Southampton og varði einnig vel gegn Liverpool.