Fréttirnar sem við höfum verið að bíða eftir síðasta árið eða svo eru dottnar inn!
David De Gea has signed a new four-year contract at #mufc with an option to extend for a further year. pic.twitter.com/Z3JuQOaNEi
— Manchester United (@ManUtd) September 11, 2015
Förum aðeins yfir hvað þetta þýðir.
- Besti leikmaður United spilar með áfram með liðinu, í að minnsta kosti eitt ár.
- Skyldi Real koma bankandi þurfa þeir væntanlega að greiða alvöru upphæð fyrir hann, ekki þetta klink sem talað hefur verið um í sumar.
- Ef Real Madrid vill svo ekki greiða alvöru verð fyrir okkar mann eða hann jafnvel orðinn afhuga Real Madrid eftir þetta grín hjá þeim í sumar er hann samningsbuninn til ársins 2019.
Ég veit ekki með ykkur en ég kalla þetta WIN-WIN-WIN SITUATION!
Þetta hefur verið sagan endalausa í allt sumar og ég dáðist að United fyrir að neita að bogna undan pressu Real Madrid í allt sumar og eiga það á hættu að missa De Gea frítt í sumar. Það kom mér þessvegna verulega á óvart þegar United samþykkti að selja hann á lokametrum gluggans til Real Madrid en blessunarlega féll Madrid á eigin bragði með það að bíða eins lengi og hægt var að bjóða í kappann þannnig að ekkert varð úr kaupunum. Hver hlær núna, Florentino Perez?